



Fyrri tónleikarnir "KYRJUTVENNA" voru í gærkvöldi í salnum hjá FÍH.
Það komu rúmlega 100 manns að hlusta og stemmingin var rosa fín. Salurinn rómantískur, enda eingöngu lög um ástina á söngskránni. Stelpurnar okkar sætar og nutu sín alveg í söngnum. Þið sjáið innlifunina hjá þeim og Sibba alveg í fíling !
Langar til að þakka Halldóru Aradóttur fyrir píanóleikinn, hún er frábær stelpan !!!
Seinni tónleikar þessara Kyrjukóra verða í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn næsta sunnudagskvöld kl. 20:00. Ekki láta ykkur vanta!!!