sunnudagur, desember 23, 2007

Jolaannir tonlistarmannsins....

..... gera það að verkum að ég hef ekki verið í neinu formi til að blogga og hef nú fengið smá skammir fyrir dugleysið !!!
En takið gleði ykkar ..... hér eru nýjustu fréttir af mér og mínum.

Ef ég ætti að skrifa ALLT ..... þá sæti ég hér í alla nótt og svæfi yfir mig í fyrramálið, en ég þarf að spila við messu í Grafarholti kl 11 og vera með barnakórinn þar (vona bara að ÞAU mæti). Það er annars leiðinlegt hvað mætingar eru stundum ekki nógu góðar í barnakórum.....ja og kórum bara yfirleitt. Mín skoðun er sú, að taki maður eitthvað að sér - þá stendur maður sig !!!!!

Foreldrar leyfa börnum sínum stundum að vera í of mörgu og þá er ekki nokkur leið að púsla öllu saman á annatímum !
En ekki meira kvart og kvein !!




Þann 6. desember komu næstum allir kórar sem ég hef unnið með í vetur, fram á tónleikum í Grafarvogskirkju. Þetta voru einskonar kveðjutónleikar þótt ég komi nú til með að hitta einhverja kóra af og til fram á vor. En kórarnir sem voru þarna eru:
Brokkkórinn, Söngraddir Reykjavíkur, Kyrkjukórinn, Krakkakór Grafarvogskirkju, Barnakór Grafarholtssafnaðar, Barnakór Landakotsskóla, Unglingadeild Domus Vox og Sönghópur Ingveldar Ýrar. Sá kór sem ekki gat tekið þátt, en söng undir minni stjórn á tónleikum í Háteigskirkju 15. desember var Kór söngnemenda Domus Vox.

Jæja, nóg af mér í bili. Nú eru það fréttir af börnunum.
Þriðja Hjálmaplatan kom út fyrir nokkrum vikum og hefur selst í um 7000 eintökum, svo hún er búin að fá gullplötu !!!
Siggi spilaði líka með Senuþjófunum inn á báðar nýjustu plötur Megasar og auk þessa er hann að spila með Baggalúti og eitt og annað skemmtilegt sem til fellur.

Fyrsta plata Hjaltalín kom út fyrir nokkrum dögum og hefur fengið rosalega góða dóma allsstaðar. Þeir eru að spila og árita plötuna hingað og þangað krakkarnir og gera stormandi lukku. Guðmundur Óskar er mikið í fjölmiðlum sem talsmaður þessa skemmtilega hóps. Auk þess að spila - bæði í Hjaltalín og Svitabandinu - þá vinnur hann í versluninni Elvis !!!

Hreinn Gunnar er alltaf í sveitinni, að eiga við hesta. Hann þykir efnilegur járningamaður og gengur allt í haginn. Hann dvelur alveg í Austur-Landeyjum á bænum Skíðbakka og unir sér hið besta.

Af yngstu börnunum er allt gott - en ekki kannski neinar stórfréttir. Harpa Sól syngur í Stúlknakór Reykjavíkur og tók þátt í nokkrum tónleikum með þeim - en missti af því að syngja í Kastljósinu um daginn, því móðirin er svo upptekin að hún gleymdi að barnið átti að fara í sjónvarpið.

Ég bætti henni það upp með að taka hana með á jólaball Stundarinnar Okkar, en þar var krakkakórinn að syngja við undirleik hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitarnir, sem eru Þingeyingar - eins og ég verð eftir áramótin !!!! hahahahahahah !!!!!

Það er mikill höfuðverkur á þessum tíma að vera líka að flytja út á land ...... eða bara flytja yfirleitt ! Ég er að reyna að gera mér grein fyrir því hvað ég tek með mér og hvað ég skil eftir í bænum um leið og ég laga til fyrir jólin. Þar af leiðandi er ég lengur að hlutunum og hef aldrei verið svona sein með jólaundirbúninginn.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

föstudagur, október 19, 2007

Sumt er natturlega otrulegt !!

Kíkið á þetta:

http://video.tagged.com/?v=2MywIYNbd

þriðjudagur, október 16, 2007

TILBREYTING !!

Ætli nú sé ekki ástæða til að blogga.
Mín búin að ráða sig í stöðu skólastjóra frá 1. jan. í Hafralækjarskóla.
Sveitasælan ætti nú aldeilis að gera mér gott, haldiði það ekki.
Ætli ég fái ekki gamla háralitinn aftur, sléttari húð og ja, allavega yngist ég upp - hef trú á því.

En án gríns ! Ég ætla að búa í Aðaldalnum frá áramótum í eitt og hálft ár.
Tek yngstu börnin tvö með mér og nýt þess að kynnast þeim betur.
Ég fór norður fyrir skemmstu og leist vel á staðinn og skólann.

Skrifa meira seinna - er bara í gati :)

Hafið það gott.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Menningarnottin

Þvílíkt dýrðarveður alltaf á menningarnótt.



Sönghópur Ingveldar Ýrar söng fyrir utan Söngskólann í Reykjavík eins og margir aðrir kórar.
En hélt líka tónleika í Fríkirkjunni. Þeir voru mjög fínir og afar vel sóttir. Á því miður ekki mynd :(



Siggi minn var að spila með Megasi á Klambratúninu um kvöldið. Og þeir voru mjög flottir.




Ein mynd af Gylfa Björgvini sem er að verða 13 ára eftir nokkra daga og á að fermast í vor.



Nennti ekki að labba niður að sjó til að sjá flugeldasýninguna heldur stóð hér úti á blettinum mínum og sá rétt í toppinn á stærstu flugeldunum.
Magnað hvað getur dottið í mann einhver leti - og einmannakennd á svona dögum.
Ég er pínu tóm eftir túrinn til Berlínar og alla upplifunina þar.

Syngibjörg var í bænum, en við eitthvað öðruvísi stemmdar en í fyrra og eitthvað annað að hugsa.
Hún flaug til Köben í skólann sinn í morgun. Vona að allt gangi vel hjá henni.

Meira seinna.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Vika i Berlin

Vikuna 2.-9. ágúst var ég ásamt góðum vini í Berlín.

Við skoðuðum alla helstu sögustaði í borginni: Potsdamer Platz, þar sem restin af múrnum stendur.

Holocaust Denkmal, sem er minnisvarði um gyðingamorðin alls 2.711 steinkassar, Brandenburgarhliðið, Breiðstrætið Unter den Linden og Strasse des 17.juni sem nefnd er eftir stúdentauppreisninni.



Skoðuðum Dómkirkjuna og elsta hluta borgarinnar sem tilheyrði austurhlutanum.
Á laugardagsmorgun fórum við á flóamarkað í Shöneberg og skoðuðum sýningu um líf og störf Willie Brandt

Vorum á Bierfestival á laugardeginum og smökkuðum ýmsar tegundir af bjór.


Checkpoint Charlie og Mauermuseum heimsóttum við og var magnað að sjá orginal tól og tæki sem fólk notaði til flótta frá austri til vesturs.

Á safninu er þessi stytta af Rostropovitz þegar hann lék á cellóið við múrinn.

Við sigldum á ánni Spree og sáum byggingarnar frá öðrum sjónarhóli.

Og þarna hefur fólk "baðströnd" á árbakkanum.


Á Kurfürstendamm er nýleg kirkja byggð við hlið rústa eldri kirkju sem skemmdist í stríðinu. Þessi mynd er innan úr nýju kirkjunni og þegar við komum þarna inn var verið að spila á þetta flotta orgel.

Við heimsóttum einn kirkjugarð, þar sem m.a. er leiði Bertholts Breckts.

Og svo voru það höfuðstöðvar Stazi - austurþýzku leyniþjónustunnar.

Húsakynnin voru nú ekki af verri endanum, allt viðarklætt og miklar hirslur á öllum veggjum. Þarna drakk ég nú kaffi - en sem betur fer bara sem gestur.

Veðrið í Berlín þessa viku var alveg svakalega gott, sól og hiti uppá hvern dag. Reyndar helltu himnarnir úr sér seinnipartinn þennan síðasta dag, svo ekki var hudi út sigandi í langan tíma. Það varð líka til þess að ég missti alveg af einu tónleikunum sem ég ætlaði nú á, með Noruh Jones - en ég heyri hana þá bara hérna heima í haust.

Enn eitt safnið heimsóttum við sem ekki hefur komið fram. Það er við Wannsee og er stór villa, þar sem Hitlerssinnarnir sömdu handritið að útrýmingu gyðinga. Þvílík geðveiki hefur verið í gangi á þessum tíma ! Maður getur varla ímyndað sér hvaðan mennirnir gátu fengið aðrar eins hugmyndir eins og að hreinsa heiminn af öllum..... ekki bara gyðingum, heldur öllu fólki sem var "öðruvísi" líka, t.d. fatlaðir og geðsjúkir.
Og "rannsóknirnar" sem þýzkir læknar gerðu á fólki - þetta er bara viðbjóður !!!!

Eitt kom mér á óvart í Berlín. Það, að maður sér ekkert lengur sem bendir til þess hvenær maður er kominn yfir í austurhlutann sem einu sinni var. Allar (eða allfelstar) byggingar eru uppgerðar, hreinsaðar og málaðar svo hvergi sér í þennan gráma sem var yfir öllu hjá kommúnistum - sem betur fer, segi ég nú bara.

Mæli með Berlín :)

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Sumar-annir !

Mestu annir í sumar hafa verið þær að liggja í sólbaði - nýta alla yndislegu sólardagana til fulls.

En í Júní vorum við mæðgur í tvær vikur á Ítalíu. Harpa Sól er kórfélagi í Stúlknakór Reykjavíkur og hennar kór var í viku æfingar/og söngferð. Staðurinn sem við vorum á heitir Marina di Massa og er á vesturströndinni rétt fyrir norðan Piza.

Piza sóttum við heim einn daginn.



Kórinn söng tónleika í Flórens.



Og einnig við messu í dómkirkjunni í Massa.



En svo spókuðum við okkur á ströndinni og nutum lífsins.



Tókum þátt í kvennahlaupinu, fórum í siglingu norður með ströndinni og sáum "Þorpin fimm" sem komin eru á heimsmynjaskrá UNESKO.

Ferðin var rosalega skemmtileg í alla staði, ferðafélagarnir náttúrlega frábærir og mikið fjör alla daga.

Klukk/an hvað?

Mér ber víst að skrifa eitthvað þar sem Syngibjörg klukkaði mig :)

En þar sem ég er sérlega "straigth forward" persóna held ég að allir viti allt um mig.
Og hafi ég einhverntímann gert eitthvað af mér, þá þori ég ekki að segja frá því kominn á þennan aldur.

Þó fær orðið klukk mig til að minnast þess hvað klukkan í stofunni hjá ömmu gaf frá sér falleg hljóð á heila og hálfa tímanum. Og ég finn lykt af ömmumat þegar ég hugsa um klukkuna slá 7 högg og kallinn í útvarpinu sagði: Í fréttum er þetta helst !

Núna rennur líka upp minningin um það þegar ég fékk bíladellu. 16 ára keyrði ég fyrst bíl og það kveikti eldinn. Á kvöldin þegar pabbi var sofnaður, stalst ég á rúntinn á bílnum hans !!!! Var ekki nöppuð af löggunni - en pabbi komst að þessu og setti í brýrnar og hafði lyklana hjá sér í náttborðinu eftir þetta.

Mig langaði að spila í popphljómsveit ! Skildi aldrei neitt í því að fleiri selpur væru ekki áfjáðar í svoleiðis. Nei - í Bítlabænum voru bara strákahljómsveitir þangað til fyrir fáum árum að Kolrassa Krókríðandi braut blaðið. Ég var þá orðin of gömul !!!!

fimmtudagur, maí 24, 2007

Áfangi

Í dag rann upp sá dagur að öll börnin mín hafa nú sungið inn á geisladiska.



Siggi var upptökumaðurinn.


Og Gylfi og Harpa voru að syngja......


........í einu lagi á nýrri plötu Ljótu hálfvitanna.


Siggi hefur auðvitað sungið og spilað inná fleiri hljómdiska en ég hef tölu á.
Guðmundur hefur sömuleiðis sungið og spilað inn á nokkra, en ferillinn hófst þegar hann og Hreinn Gunnar sungu báðir ásamt fleiri krökkum inn á diskinn Hemmi og Rúnar syngja fyrir börnin (minnir mig að hann heiti).
Og nú hafa þau yngstu bæst í hóp söngvara í fjölskyldunni. Enda var haft á orði í studíóinu í dag að ég ætti að stofna svona Jackson five Íslands ......... hahaha Siggi tók ekki vel í þá hugmynd !!!!!

Vel heppnað koramot.

Kóramótið 2007 var haldið í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn var.

Raddir Reykjavíkur - kór starfsmanna Reykjavíkurborgar hóf leikinn og var að syngja opinberlega eiginlega í fyrsta sinn. Kórinn stóð sig frábærlega vel. Júlíus Vífill Ingvarsson söng eitt einsöngslag með kórnum.


Brokkkórinn - kór hestamanna á Reykjavíkursvæðinu söng nokkur lög og það er sko kraftur í þeim, enda orðinn stór og öflugur hópur.


Krakkakór Grafarvogskirkju og Barnakór Landakotsskóla sungu saman nokkur lög og "slóu í gegn" eins og maðurinn sagði :)


Kyrjukórinn - kvennakór úr Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að vera ekki fjölmennur kór sungu þær alveg prýðilega.


Gestakór var Sönghópur Ingveldar Ýrar og hún sjálf söng einsöng.
Þegar allir hóparnir voru búnir að koma sér fyrir í lokin, taldist mér vera um það bil 115 manns á sviðinu. Og það var slatti af fólki að hlusta líka. Hljóðfæraleikarar voru Hjörtur Ingvi á píanó, Guðmundur Óskar á rafbassa og Magnús á slagverk.

Þetta er alltaf jafngaman fyrir kórfólkið mitt að hafa svona "hitting" á vorin og þessvegna er þessi uppákoma komin til að vera í vetrarstarfi mínu með skemmtilegu söngelsku fólki. Vonandi fjölgar bara frekar en fækkar í glæsihópnum mínum.

mánudagur, apríl 30, 2007

Frabær leiksyning !

Ég fór í leikhús á Akranesi í gær.
Krakkar í 9. bekk sýndu frábæran söngleik. Hann gerist í skipi á leið frá Evrópu til Ameríku (fyrirheitna landsins eða Draumalandsins) þar sem fjórar fjölskyldur frá Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu og Tyrklandi eru að leita betra lífs fyrir westan!!!
Drífið ykkur að sjá þetta frábæra stykki.
Til hamingju Garðaskóli !!!

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Kuba - Kuba - Kubabanana !!!!






Vitið þið að Kúba er bara æðisleg !!! ???
Lentum í Kef kl 5 í morgun eftir 9 daga ferðalag.
Það var rosalega gaman, forvitnilegt að skoða allt þarna.
Ferðin var skipulögð fyrir tónlistarskólakennara en það var bara tvennt sem hópurinn gerði saman. Annað var að fara á æfingu hjá Fílharmoníuhljómsveit Havanaborgar og hitt var heimsókn á skólaskrifstofu allrar listkennslu og heimsókn í einn af tónlistarskólum í borginni. Í þeim skóla eru nemendur frá 7 - 14 ára og eru þeir teknir inn eftir inntökupróf. Áður hafa öll börn fengið tónlistarkennslu í leikskólum og yngri bekkjum grunnskólanna a.m.k. einn tíma á DAG. Þessir tónlistarskólar sem hafa inntökupróf eru mjög prófessional en þau börn sem ekki komast inn geta sótt annarskonar skóla í sínu hverfi svokallað Musichouse. Í þessari heimsókn fengum við að heyra tónfund!!!! nokkrir nemendur léku þarna af mikilli snilld fyrir okkur. Þetta sýndi sennilega getu bestu nemendanna - en ég hefði sko verið til í að sjá yngri nemendur líka og ekki síst fara í kennslustund !! Tónleikunum lauk með kórsöng - en allir nemendur syngja í kór líka - og stjórnandinn var 14 ára stúlka - alveg frábær :) :)

Þegar við vorum á æfingunni hjá Fílharmoníunni kom fram að þau voru að æfa fyrir opnunartónleika America Cantat sem vera áttu á föstudagskvöldið. Ég spurði hvort við mættum koma á tónleikana og var það fúslega veitt. Við fórum samt bara tvær, ég og Auður söngkona. Eftir tónleikana hitti ég konu og spurði hana út í þetta festival og hún gaf mér upp nafn á ráðstefnuhúsi þar sem allt færi í gang næsta morgun kl 9. Ég náttúrlega lét ekki segja mér það tvisvar, heldur tók leigubíl þangað um morguninn og skráði mig á þetta kóramót !!!!! Fór inn í marga sali þar sem verið var að æfa allskonar músík og krækti mér í nótur !!!

Þarna voru kórar víða að frá Suður-Ameríku, en líka voru kórar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi og Sviss. Á einum tónliekunum sem ég fór á, sá ég íslenskt lag á prógraminu hjá þessum kór frá Sviss. Þegar þau komu fram voru tónleikarnir orðnir ansi langir og kórstjórinn ákvað að stytta prógramið og stiklaði yfir nokkur lög - þar á meðal það íslenska !!! :( :(
Tvö seinustu lögin voru gospellög og fólk klappaði rosalega vel - þá sagði stjórinn: Ég ætla að róa ykkur niður og við syngjum hérna lag frá Íslandi !!!! Og svo byrjuðu stúlkurnar...........Heyr, himnasmiður... og þær gerðu þetta voða vel :) :)

Ég heyrði líka í einum Dönskum kór sem var alveg ágætur - en hitt voru allt kórar þarna frá löndum suður-ameríku.

Það sem við gerðum annað, var að fara í skoðunarferð um gömlu Havanaborg sem var mjög fróðlegt, svo fórum við í jeppa-safarí sem var rosalega gaman. Þar synti ég í vatni sem var inni í helli - alveg rosalega tært og sást vel hve djúpt það var á köflum. Svo sigldum við upp á og fórum þar á Jetsky með miklu fjöri og miklum hraða.

Á eftir að hlaða inn myndum :) kemur seinna.

Mæli með Kúbu.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Frumburðurinn a afmæli i dag !

Og á næsta ári á hann stórafmæli !!!
Sem þýðir að hann fæddist árið 1978.

Og Hjálmar hittust allir í gær í stúdíóinu og tóku upp lag :)
Svo ætla þeir að spila tónleika á Akureyri annað kvöld
og á Nasa á laugardaginn. Svo verður spennandi að
sjá hvort meira framhald verður á hjá þeim :)

mánudagur, mars 12, 2007

Dagur 4




10.mars 2007

Fyrst fór ég kl 8.30 að hlusta á umræður um "show choirs" en ekki mikið á því að græða fyrir íslending þar sem svoleiðis fyrirbæri þekkist varla. En þó var eitt: að skipta vetrinum á milli klassískra kórverka fyrir áramót og léttari tónlistar eftir áramót. Þannig fengju krakkarnir að þjálfa klassíska raddbeytingu og nota tæknina áfram eftir jól þrátt fyrir aðra raddbeytingu í "pop og söngleikjatónlist".
Kíkti svo á “básana” og sá CHIMES !!! ☺ Tvær áttundir í tösku. Ég gekk nú um og hugsaði – og bara jákvætt – fór svo og keypti töskuna !!! Krakkarnir í kirkjunni hljóta að verða ánægðir með þetta hljóðfæri ☺ en það var það sem þau báðu mig að kaupa í Ameríkunni: Nýtt hljóðfæri !!

Svo þurfti ég að dröslast með þessa þungu tösku út um allt !!

Næst fór ég að hlusta á tónlist eftir Kirke Machem. Þarna var kór frá Illinois University sem söng verk eftir hann alveg frá 1970 til dagsins í dag. Og tónskáldið talaði um verkin inn á milli.

Næst á dagskránni voru heiðurskórarnir. Þeir voru þrír að þessu sinni: Barnakór, Highschool kór og Fjölmenningar kór.
Í barnakórnum voru 275 börn og stjórnandi var Jean Arshworth Bartle. Þessi börn voru valin úr 1400 umsækjendum og voru búin að læra lögin heima áður en þau komu til Miami. Á prógraminu voru háklassísk verk og rosalega vel flutt !!!

Stjórnandi eldri krakkanna heitir Bruce Rogers og hefur hann hlotið margar viðurkenningar og meðal annars var hann kosinn besti kórstjórinn í Varna í Búlgaríu í fyrra.
Þessi kór var álíka stór og yngri hópurinn og söng frábærlega.

Fjölmenningarkórinn taldi um 300 ungmenni. Stjórnendur voru tveir, Rollo Dilworth og Francisco J. Núnez og eru þeir báðir líka tónskáld. Lögin sem þessi hópur flutti voru öll ný – og samin jafnvel sérstaklega fyrir þessa tónleika. Það er sko á nokkurra ára (ráðstefnu) fresti sem svona hópur fær að syngja. Við fengum tækifæri til að heyra tónskáldin sjálf segja frá lögunum sínum morguninn áður og það var mjög fróðlegt. Sérstaklega var gaman að sjá hann David Fanshawe, sem m.a. samdi African Sanctus. Hann er sniðugur karl og skemmtilegur og langar til að nýja verkið hans Pacific Song verði flutt á Íslandi – þá ætlar hann að koma. Ég talaði við hann og lét hann árita bókina og diskinn sem ég keypti.

Eftir stóru tónleikana var ein session eftir af kórtónleikum hjá mér. Byrjaði á drengjakór frá Amarillo í Texas - ekkert spes og hallærislegt að stjórnandinn söng altröddina í Pie Jesu eftir A.L. Webber með einum kórdreng.
Þegar hérna var komið við sögu var þolinmæðin fyrir meiri kórsöng þrotin og konan orðin lúin og langaði smá til að skreppa á ströndina. Svo nú var arkað heim á hótel með þungan farangur, farið í strandföt og henst niður á strönd, sem var bara hinum megin við götuna frá hótelinu. En ekki var hitanum fyrir að fara, enda klukkan farin að ganga 5.

Borðaði á hótelinu um kvöldið og pakkaði niður og gat ekki einu sinni bloggað fyrir þreytu.

föstudagur, mars 09, 2007

Dagur 3

Jæja, það skeði þá í morgun að ég svaf of lengi. Vaknaði kl 7.30 og mætti því of seint á fyrstu tónleika dagsins !!!!
Ég var orðin svo þreytt í gærkvöldi að ég svaf líka bara í alla nótt !!!

Og vitiði hvað - það hlýnar hérna með hverjum deginum. Ekki var samt sól eftir hádegið í dag - en svakalega hlýtt.

Já, þá er best að gera grein fyrir deginum - og hefst nú lesturinn !!!!

Dagurinn hófst með tónleikum í Jackie Gleason salnum.
Ég missti af fyrsta kórnum,

Svo var stúlknakór:

Úffff það er aldrei tími til að klára þetta blogg...........
Verð að bæta inní seinna.

Núna er klukkan 23.15 og ég að koma heim á hótel af enn einum tónleikunum :)
Meira um það seinna.
Fékk mér að borða hér á hótelinu áður en ég fór - lax - sem var alveg ágætur :)

Og núna er mér sko illt í fótunum !!! Ég hlýt að vera orðin gömul - hætt að þola labb og miklar setur !!!

Meira á morgun. . . . . sofa núna . . .

fimmtudagur, mars 08, 2007

Dagur 2

Eitthvað var óreglulegur svefninn í nótt - held ég hafi verið hrædd um að sofa yfir mig.
En það gerir maður ekki á svona ráðstefnum !!!

Ég var komin labbandi vel fyrir klukkan 8 á réttan stað, búin að stoppa í bakaríi og kaupa ávaxtakokteil - eins og í gær, namm.

Fyrsta kennslustundin var að lesa í gegn fullt af lögum fyrir barnakór. Flestir í salnum hafa líka sofið illa og ekki verið búnir að hita upp, því söngurinn var ekki uppá marga fiskana !!! En músíkin er góð - svona flest lögin allavega.
Mikið þyrftum við að vera dugleg heima að búa til íslenska texta og gefa út. Held bara að Skálholtsútgáfan sé sofnuð á verðinum!!! Eða kannski er það nýi "stöngsálamjórinn" sem á að sjá um útgáfur fyrir barnakóra - en hvernig ætli það verði nú???

Jæja, næst fór ég í umræðuhóp um kvennakóra. Það var nokkuð fróðlegt get ég sagt ykkur, ekki bara fyrir kvennakóra heldur bara alla kóra. Það var aðallega rætt um uppstillingar kóra, prófað að breyta því hvar fólk stendur og að heyra muninn á hljómnum var mjög fróðlegt. Tók upp á ipodinn þennan hluta :)

Þegar ég var að rölta um sýningarsvæðið, kom John Jacobson hlaupandi til mín og sagðist þurfa að tala við mig !!! Ertu með kreditkort sem þú átt ekki? spurði hann. Ég góndi á manninn!!!!! HA???? fór í veskið og viti menn.....þarna var kreditkort sem ég þekkti engin deili á. "Það var þannig í gærkvöldi eftir að þú fórst af veitingastaðnum, þá uppgötvast að þú hafðir fengið afhent kort sem annar aðili átti. Starfsfólkið tók eftir því að við töluðum saman, svo ég var spurður hver þú værir. Og nú get ég hringt í strák-greyið sem á þetta kort". Og framhaldið er að ég fór á veitingastaðinn og skipti kortunum - og búið - ekki einu sinni AFSAKIÐ - bara takk :(

Svo kíkti ég í búðir og keypti eitthvað smá handa litlu krökkunum mínum. Ætlaði á ströndina smá stund, en þá var dregið fyrir sólu (hún hræðist mig skiljiði). Svo núna ætla ég að fara að rölta aftur í ráðstefnuhúsið (annars er ég með blöðrur á báðum fótum !!!!) og halda áfram að hlusta og horfa :)

Meira seinna í kvöld.

Dagur 1 a ACDA




Jæja, þá er fyrsti dagur ráðstefnunnar komin að kveldi.

Ég labbaði í Miami Beach Convention Center klukkan rúmlega 7 í morgun.
Þaðan voru rútur yfir á meginlandið - í Carnival Center og fyrstu tónleikar ráðstefnunnar hófust kl 8.
Nánari dagskrá seinna - en þetta var alveg frábært.

Svo voru rútur til baka og dagskráin hélt áfram - opnað var inn í sölu/sýningabásana og svo var farið að hlusta á umræður t.d. um svokallaða Comunity choirs - hvernig hægt er að halda þeim gangandi. Og vitiði hvað? það er sama vandamálið hér og heima - "hvar eru karlmennirnir ??"
Svo tók bara eitt við af öðru - nema ég náði nokkrum mínútum úti í sólinni í hádeginu :) unaðslega hlýtt og notalegt :)
Margir kóranna voru hreint frábærir en uppúr stendur að fá loksins að sjá og heyra Swingle Singers sem ég hef dáð í mörg ár.

Seinustu tónleikarnir í dag (hjá mér) hófust kl 6. Það voru nokkrir alþjóðlegir kórar, t.d. Filipiskur kór héðan frá Bandaríkjunum, Ungdómskór frá Indónesíu, Drengjakór frá Afríku og lítill blandaður kór (16manns) frá Svíþjóð.

Eftir þessa tónleika fór ég á labbið - enda dagurinn búinn hjá mínu "liði" svo ég gekk fram á skemmtilega göngugötu, fann eplabúð (og keypti i-pod) settist og fékk mér að borða og hvern haldiði að ég hafi séð þar? John Jacobson - manninn sem á America Sings! festivalið sem ég fór á í Washington 1999. Ég náttúrlega fór og heilsaði honum og hann kynnti mig fyrir fólkinu sem hann var með, en þau eru frá Hal Leonard útgáfufyrirtækinu. Hann bað mig að kíkja við í básnum þeirra og fá heimilisfangið hans (ég ætla að senda honum cd með stúlknakórnum !!).

Jæja, svo gekk ég heim á hótel í rólegheitunum - mikið hlýtt og gott úti og yndislegt að rölta hérna um.
Nú er kominn háttatími (þó fyrr hafi verið - myndi amma hafa sagt) svo ég skrifa meira á morgun.

Læt fylgja með nokkrar myndir.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Í Florida

Já, haldiði ekki að ég sé komin til Miami í Flórída í fyrsta sinn á ævinni og það alein !!!

Hér hefst mikil ráðstefna bandarískra kórstjóra strax í fyrramálið kl 8 með tónleikum.
Svo verða næstu fjórir dagar þannig - kórtónleikar, lestrartímar og fyrirlestrar allan daginn
langt fram á kvöld.

Mér líst voða vel á staðinn hérna - sól og fólk almennt strandfataklætt.
Það er frekar óþægilegt að fá ekki herbergið sitt strax þegar maður kemur.
Ég er bara í ferðafötum - og fæ ekki herbergið fyrr en um 4 leitið.
Svo ég er búin að labba hérna fram og aftur (síðan rétt fyrir hádegi).
Finna ráðstefnuhöllina þar sem ég á að mæta í fyrramálið og kíkja í nokkrar búðir :)

En nú hlýtur herbergið að fara að verða tilbúið, svo ég ætla að hætta núna.
Þið fáið fleiri fréttir seinna :)

Bæ bæ.

föstudagur, mars 02, 2007

Sonur nr. 2 er orðinn 20 ara !



Ég er alveg hætt að botna í því hvað börnin manns eldast,
eins og ég er alltaf bara 29 (held ég - he he).

Til hamingju með afmælið elsku Guðmundur Óskar minn :)

föstudagur, febrúar 23, 2007


Ætli maður sé ekki bara á leið á árshátíð með starfsfólki og kór Grafarvogskirkju.
Haldin í Rúgbrauðsgerðinni - fínn matur - kórfélagar sennilega með einhver skemmtiatrið og kannski prestar líka ???
Segi ykkur frá því á morgun - ja, eða hinn.

En um síðustu helgi fór kella til Akureyrar - svona í tilefni af afmælinu þann 17. feb.
Hvað haldið þið að hún hafi fengið í afmælisgjöf ??? ORGELTÓNLEIKA í Akureyrarkirkju !!!
Ja, - ég segi nú svona. Þetta voru óskalagatónleikar hjá honum Eyþóri Inga - og aldreilis voru þeir skemmtilegir.
Margt fólk að hlusta líka - ólík öðrum orgeltónleikum sem maður veit um !!!
Þarna spilaði snillingurinn allt frá diskói til Bach's með viðkomu t.d. í íslenskum þjóðlögum (sem voru óskalögin mín !!!)
Veðrið á Norðurlandinu var yndislegt svo mín tók það bara rólega, rúntaði um sveitina og bæinn og slakaði á :)

En nú er tími til að fara að drífa sig í Rúgbrauðsgerðina. Komin í jólakjólinn - búin að setja upp andlitið og fara í gullskóna.
Hafið það gott þangað til næst.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

LETI-bloggari

Jæja, kannski ég drattist í að skrifa.

Mamma mín átti afmælii á föstudaginn 9. febrúar og varð 70 ára.
Hún bauð öllum sem vildu koma í kaffi í gær, laugardag og var
sjálf búin að baka þvílíkt mikið af rjómatertum og marenstertum.
Svo gerðum við Sirrý mágkona eitthvað smávegis og hjálpuðum
til við að skreyta brauðtertur. Þetta heppnaðist mjög vel og var
voða gaman að hitta ættingja og vini hennar mömmu.

Eignast vonandi myndir fjótlega :)

Siggi minn er að fara til USA núna á eftir. Hann ætlar til New Orleans
að heimsækja vin sinn og þeir verða á tónlistarhátíð þar um næstu helgi.
Hann verður úti í 4 vikur - og við komum fjúgandi heim saman 11. mars.
Ég fer til Miami 5.mars á ráðstefnu kórstjórnenda í Bandaríkjunum ACDA.

Hef farið nokkrum sinnum á þessa ráðstefnu, síðast í Los Angeles fyrir
tveimur árum. Þarna heyrir maður í mörgum frábærum kórum,
hittir kórstjóra og les mikið af nýrri/nýlega útgefinni tónlist.
Magnað að ég skuli vera eini íslenski kórstjórinn sem fer
á þessar ráðstefnur !!! Hver vill koma með mér ????? hehe.

Fyrsta árið mitt á sextugsaldrinum er að verða búið.
Dagurinn er 17.febrúar - og þetta árið verður honum eytt
norður á Akureyri í rólegheitum.

Hafið það alltaf gott :) og njótið lífsins - eins og ég - hehe :):)

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Pennaleti a nyja arinu !!!

Maður þarf nú að fara að skammast sín fyrir pennaletina.
En fyrst ætla ég að óska öllum mikillar gleði allt komandi ár.
Megi allar góðar vættir vera með ykkur öllum.

Nú er allt tónlistarstarf komið á rétt ról eftir jólin.
Kórarnir farnir að æfa á fullu. Stefnan sett hjá sumum
að syngja á þorrablótum - en annars bara hugað
að "kóramóti Gróu-kóranna" í vor.
Vonandi verður það í Reykjavík - hugsanlega
í Ráðhúsinu bara :)

Hreinn Gunnar ákvað að fara ekki í skóla á vorönninni.
Hann er komin með hestadellu núna. Nú vinnur hann til
kl 6 á daginn og fer svo í hesthúsið og kemur heim milli
kl 10 og 11 á kvöldin. Hann er búinn að kaupa sér
hnakk og hest (eða meri) og er að vinna með vini sínum
að tamningum á hrossum. Þeir hafa heshús og reiðskemmu
á leigu í Mosfellsbæ. Hann er glaður með þetta þessi elska.

Guðmundur veit ekki ennþá hvort honum tekst að
ljúka stúdentsprófinu í vor. Hann á einhverjar leifar
eftir í nokkrum áföngum - og þarf að taka þær
í öldung eða utanskóla. Við bíðum og sjáum til :)

Þetta eru hlestu fréttir í bili.
Meira seinna (kannski ???)

Hafið það sem allra best.