föstudagur, febrúar 23, 2007


Ætli maður sé ekki bara á leið á árshátíð með starfsfólki og kór Grafarvogskirkju.
Haldin í Rúgbrauðsgerðinni - fínn matur - kórfélagar sennilega með einhver skemmtiatrið og kannski prestar líka ???
Segi ykkur frá því á morgun - ja, eða hinn.

En um síðustu helgi fór kella til Akureyrar - svona í tilefni af afmælinu þann 17. feb.
Hvað haldið þið að hún hafi fengið í afmælisgjöf ??? ORGELTÓNLEIKA í Akureyrarkirkju !!!
Ja, - ég segi nú svona. Þetta voru óskalagatónleikar hjá honum Eyþóri Inga - og aldreilis voru þeir skemmtilegir.
Margt fólk að hlusta líka - ólík öðrum orgeltónleikum sem maður veit um !!!
Þarna spilaði snillingurinn allt frá diskói til Bach's með viðkomu t.d. í íslenskum þjóðlögum (sem voru óskalögin mín !!!)
Veðrið á Norðurlandinu var yndislegt svo mín tók það bara rólega, rúntaði um sveitina og bæinn og slakaði á :)

En nú er tími til að fara að drífa sig í Rúgbrauðsgerðina. Komin í jólakjólinn - búin að setja upp andlitið og fara í gullskóna.
Hafið það gott þangað til næst.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

LETI-bloggari

Jæja, kannski ég drattist í að skrifa.

Mamma mín átti afmælii á föstudaginn 9. febrúar og varð 70 ára.
Hún bauð öllum sem vildu koma í kaffi í gær, laugardag og var
sjálf búin að baka þvílíkt mikið af rjómatertum og marenstertum.
Svo gerðum við Sirrý mágkona eitthvað smávegis og hjálpuðum
til við að skreyta brauðtertur. Þetta heppnaðist mjög vel og var
voða gaman að hitta ættingja og vini hennar mömmu.

Eignast vonandi myndir fjótlega :)

Siggi minn er að fara til USA núna á eftir. Hann ætlar til New Orleans
að heimsækja vin sinn og þeir verða á tónlistarhátíð þar um næstu helgi.
Hann verður úti í 4 vikur - og við komum fjúgandi heim saman 11. mars.
Ég fer til Miami 5.mars á ráðstefnu kórstjórnenda í Bandaríkjunum ACDA.

Hef farið nokkrum sinnum á þessa ráðstefnu, síðast í Los Angeles fyrir
tveimur árum. Þarna heyrir maður í mörgum frábærum kórum,
hittir kórstjóra og les mikið af nýrri/nýlega útgefinni tónlist.
Magnað að ég skuli vera eini íslenski kórstjórinn sem fer
á þessar ráðstefnur !!! Hver vill koma með mér ????? hehe.

Fyrsta árið mitt á sextugsaldrinum er að verða búið.
Dagurinn er 17.febrúar - og þetta árið verður honum eytt
norður á Akureyri í rólegheitum.

Hafið það alltaf gott :) og njótið lífsins - eins og ég - hehe :):)