laugardagur, desember 30, 2006

Gleðilegt nyar !



Jólahátíðin fór friðsamlega fram á þessu heimili !
Öll börnin mín voru í mat á aðfangadagskvöld og auk þeirra var pabbi þeirra líka hér og einn vinur Sigga frá USA.




Mamman spilaði svo miðnæturmessu í Grafarvogskirkju og Guðmundur Óskar söng með Hamrahlíðarkórnum við miðnæturmessu í Dómkirkjunni.

Á jóladag var verið heima í náttfötunum langt fram á dag, en öllum var boðið í hangikjöt til mömmu og pabba kl 6.





Eftir hádegi á annan í jólum var svo skírnarmessa í Grafarvogi og börn úr öllum barnakórunum mættu til að syngja.
Þau eru bara yndisleg :) (þarf að eiga mynd af þeim!!)

Nú á að fara að leggja kalkúnann í pækil svo hann verði mjúkur og góður annað kvöld.
Þá á ég von á foreldrum mínum í mat í viðbót við heimilisfólkið mitt og vinkonu hans Sigga.
Þannig að það verður örugglega gaman á bænum.

Sendi öllum mínar bestu óskir um gleðilegt nýár !!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ok, er búin að lesa ykkur Braga suðurnesjamenn. Nú skil ég ,,fast þeir sóttu sjóinn" og ,,sæmd er hverri þjóðu að eiga svona menn". Þarna er verið að lýsa fólki eins og ykkur. Haldið áfram sama veg ;)

Syngibjörg sagði...

Elsu besta Gróa vinkona mín.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt það ljúfa á liðnu ári. Mikið ertu flott í kjólnum jeminn...
OG svo sigrum við heiminn, ég og þú.

Nafnlaus sagði...

Hæ Gróa frænka !
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Gaman að sjá myndir af fjölskyldunni, langt síðan ég hef fólkið.
Með hlýrri vetrarkveðju frá Danmörku
Friðrik frændi !! www.sindri.dk

Ps. Bið að heilsa hele familien !