föstudagur, febrúar 23, 2007


Ætli maður sé ekki bara á leið á árshátíð með starfsfólki og kór Grafarvogskirkju.
Haldin í Rúgbrauðsgerðinni - fínn matur - kórfélagar sennilega með einhver skemmtiatrið og kannski prestar líka ???
Segi ykkur frá því á morgun - ja, eða hinn.

En um síðustu helgi fór kella til Akureyrar - svona í tilefni af afmælinu þann 17. feb.
Hvað haldið þið að hún hafi fengið í afmælisgjöf ??? ORGELTÓNLEIKA í Akureyrarkirkju !!!
Ja, - ég segi nú svona. Þetta voru óskalagatónleikar hjá honum Eyþóri Inga - og aldreilis voru þeir skemmtilegir.
Margt fólk að hlusta líka - ólík öðrum orgeltónleikum sem maður veit um !!!
Þarna spilaði snillingurinn allt frá diskói til Bach's með viðkomu t.d. í íslenskum þjóðlögum (sem voru óskalögin mín !!!)
Veðrið á Norðurlandinu var yndislegt svo mín tók það bara rólega, rúntaði um sveitina og bæinn og slakaði á :)

En nú er tími til að fara að drífa sig í Rúgbrauðsgerðina. Komin í jólakjólinn - búin að setja upp andlitið og fara í gullskóna.
Hafið það gott þangað til næst.

Engin ummæli: