miðvikudagur, mars 19, 2008

Tónlistarverðlaunin.

Jæja, þá hafa tónlistarverðlaunin verið veitt fyrir árið 2007.

Guðmundur Óskar og vinir hans í Hjaltalín voru með flestar tilnefningarnar - en hlutu tvenn verðlaun. Högni sem söngvari ársins og hljómsveitin sem bjartasta vonin.

Siggi fékk verðlaunin fyrir Megasarplötuna - en hún var besta plata í flokki popptónlistar.

Hátíðin var mjög fín og gaman að Páll Óskar "átti kvöldið". Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaunin - gaman að því.

Nú - þótt ég sé í Reykjavík í "páskafríi" - þá er samt nóg að gera. Ég spila messu á RUV í fyrramálið og síðan tvær messur á páskadag. Já, og svo fermist Gylfi Björgvin á annan. Það verður vonandi bara gaman, þótt ég sé nú lítið byrjuð að undirbúa veislu. Ætli ég hristi hana ekki fram úr erminni svona eins og mér er einni lagið ?? haha.

Meira seinna.

Gleðilega páska !!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drengina þína, verðlaunahafa og fermingarbarn - en það hefur væntanlega allt gengið vel og þú horfin aftur á norðurslóðir.
Bestu kveðjur,
Inga Rósa

Nafnlaus sagði...

Ó jú Gróa mín, eins og þér aleinni er lagið - þú hristir sko, vægast sagt glæsilega fermingarveislu, rétt sí svona fram úr erminni.

Hvað er þetta annars með þig og sprengikraftinn þinn? Er ,,lýsið" þitt eitthvað öðruvísi en annara manna lýsi? Eða tekur þú kannski ekki inn lýsi?

Hverju sem því líður: takk fyrir samveruna á fermingardeginum hans Gylfa Björgvins, þar sem ekkert dugði minna en það besta, m.a. sjóðheitir verðlaunahafar íslensku tónlistarverðlaunanna 2008; félagar úr heitustu böndum þjóðarinnar, Hjálmum og Hjaltalín auk annara glæsitalenta.

Gróa mín, flotti fermingardrengur Gylfi Björgvin og þið öll hin í stórfjölskyldunni: Megi gæfan ykkur geyma - hér eftir sem hingað til.

Kærleiks-kveðjur úr Jöklafoldinni,
Valgerður Anna.

Ps.
Í fyrravor commentaði ég á þig að fara á þing........og viti menn, þú fórst í þing.

Hvað er á/í milli vina?

Gróa sagði...

Takk fyrir skemmtileg innlegg stelpur mínar og allar hamingjuóskirnar.
Jú við erum komin í sveitina aftur og líkar vel :)

Ég tek ekkert lýsi Vala mín ! og finn að ég þarf að fara að taka inn eitthvað ...... eða er þetta bara aldurinn???

Allavega er ég ekki eins dugleg og áður fyrr á árum.

Nafnlaus sagði...

Sæl, Gróa mín,
til hamingju með drenginn þinn á annan í páskum, nú er ég að ferma minn á morgun í Grafarvogskirkju, þ.e. við feðginin saman. Gaman.
Bestu kveðjur í Aðaldalinn,
María Ág.