sunnudagur, nóvember 26, 2006

Afmælisdagurinn hans pabba :)

Já, í dag á elsku pabbi minn afmæli. Það voru nú engar kökur hjá honum, því þau gömlu hjónin eru í henni Ameríku. Þau eru reyndar lögð af stað heim og lenda í Keflavík í fyrramálið. Búin að vera í rúmar 3 vikur að heimsækja góða vini.
Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku pabbi :)

Ingibjörg vinkona var hjá mér í tvær nætur núna, en hún er flogin til Kaupmannahafnar til að klára námskeiðið sitt: Complete Vocal Tecnique. Og á miðvikudagskvöldið ætla ég á lokatónleikana og klappa mikið fyrir henni :) Ég sem sagt flýg út á þriðjudaginn um 4 leitið í eftirmiðdaginn. Það verður kærkomin tilbreyting svona rétt fyrir jólatraffikina.

Ég spilaði messu í dag í Víðistaðakirkju. Ekki voru nú margir kirkjugestirnir þar !!! En Siggi Skagfjörð söng og gerði það vel, eins og venjulega.
Í fyrrakvöld spilaði ég í Listasafni Reykjavíkur með Vox Femine í voða fínu matarboði hjá Háskólanum í Reykjavík.
Annars er búið að vera rólegt um helgina. Aðallega verið að sinna yngstu börnunum, fara með þau hingað og þangað.

Veit ekki hvort ég blogga meira fyrr en eftir Köben, svo ég segi bara: Hafið það sem allra best :)

Engin ummæli: