fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Vetrarriki !

Jæja, þá skall veturinn á okkur eina ferðina enn. Og kom öllum að órvörum, segja allavega þeir sem selja dekk!!!
Allt í einu varð brjálað að gera á dekkjaverkstæðum. En það er satt, hann kom örlítið snemma. Stundum hefur maður ekki séð snjókorn fyrr en undir jól.

Hvað um það! Á þriðjudaginn fer mín til Köben í nokkra daga. Ég frestaði vetrarfríinu mínu í skólanum og tek það út í næstu viku. Ingibjörg mín ætlar að syngja á tónleikum, ásamt fleirum sem hafa verið í viðbótarsöngnámi. Og maður verður að styðja sína menn (því konur eru líka menn!) Svo verður nú eitthvað kíkt í bæinn, Strikið strikað út og suður og skoðað (allavega) í búðarglugga.

Litlu krúttin mín í Krakkakór Grafarvogskirkju, sungu við hátíðarmessu í kirkjunni s.l. sunnudag. Og ég fékk ekkert smá góða dóma frá fólki !!! Gaman að fá hrós fyrir vinnuna sína (ja, og kannski hæfileika til að vinna með börnum) !!!

Litli kórinn í Landakotsskóla er líka búinn að koma fram. Í Kristskirkju þegar haldið var upp á 120 ára afmæli skólans. Þau sungu fyrir fullri kirkju og meira að segja borgarstjórann og menntamálaráðherra. Og stóðu sig vel þessar elskur :)

Mikil deyfð er yfir kórastarfi í Álverinu :( Ekkert vitað hvernig það fer, en einhverjir eru ekki á því að gefast upp. En þar verður allavega ekki sungið núna á aðventunni. Hestamannakórinn er hins vegar að æfa fullt af jólalögum, svo og Kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, en báðir þessir kórar hafa fengið gig í desember. Ein uppástunga hefur komið um nafn á kór borgarinnar: Raddir Reykjavíkur ! Hvað finnst ykkur?

Er að fara í Domus Vox núna í dag, að spila með ungum söngnemendum - voða skemmtilegt að fylgjast með þeim dafna.
Svo eru nokkur gig um helgina, m.a. með Gospelsystrum og að spila messu fyrir Úlrik í Víðistaðakirkju.
Svo fer ég að pakka niður fyrir Danmerkurferðina. Hvað ætli ég þurfi að hafa með mér?? Hvernig viðrar þar?

Já, þetta er gott í bili.
Hafið það sem allra best.Hljómlistin lýsir því sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir. (V.Hugo).

1 ummæli:

Guðlaug sagði...

Hæ elsku frænka!

Þú skalt sko bara pakka létt því hér er 10 stiga hiti!! Allavega er engin þörf á síðum ullarnærfötum eins og á Ísalandi. Veðurspá næstu daga er hér: http://www.dmi.dk/dmi/index/danmark/regionaludsigten/kbhnsj.htm

Hefurðu einhverja lausa stund til að hitta okkur, jafnvel koma í heimsókn? Okkur langar allavega að fá að sjá aðeins í þig!

Kv. Guðlaug og Svenni