þriðjudagur, maí 09, 2006

Þessir dýrðardagar........
Fór í kvöldgöngu í gærkvöldi, hitti Margréti Bóasdóttur, hina námsfúsu. Hún var að ditta að garðinum sínum, bera á mosaeyði o.s.frv. Hún gaf sér samt tíma til að rölta með mér meir en hálfa leið heim.
Nú fer vetrarstarfinu að ljúka. Söngnemendur Ingveldar Ýrar fara í próf á morgun. Nemendatónleikar þeirra verða svo í Gerðubergi á laugardaginn kl. 13:00.
Strax eftir þá, keyri ég austur í Vík til að spila með Kór Íslandsbanka.
Á sunnudaginn eru tónleikar hjá barnakórum Grafarvogskirkju kl 16:00 og ég spila þar.

Svo fer að róast eftir annasaman vetur.
Ég hlakka líka til að fara í FRÍ í 3 vikur til Búlgaríu Jibbbbbbíííííí.

Meira seinna.

width="240" height="180"
alt="Goddess Rendering Orgasms and Affection"
border="0">

sunnudagur, maí 07, 2006

GLEÐILEGT SUMAR.
Hugsið ykkur, þann 7. maí er 17 stiga hiti á hádegi hér í höfuðborg ÍSlands!!! Sannarlega léttist á manni brúnin við þetta. Ég er búin að spila messu í morgun í Grafarvogskirkju og fara á danssýningu með Hörpu Sól á Broadway. Hennar uppskera á vetrarstarfinu er þá búin, en skautasýningin var fyrir nokkru. Ég vona að hún haldi þessu áfram stelpan mín, því þetta eru hvort tveggja fallegar íþróttir. En næsta haust þarf ég endilega að senda hana líka í eitthvert tónlistarnám.

Seinustu helgi var ég með kórana mína á "kóramóti" en það er orðið árvisst í starfi þeirra, að hittast á vorin og syngja fyrir hvern annan og einnig saman. Í þetta sinn fórum við til Njarðvíkur og hittum Gospelkór Suðurnesja, sungum með þeim og borðuðum frábæran kvöldverð. Daginn byrjuðum við þó á því að fá gamlan vin sem er leiðsögumaður til að koma með okkur í rútuna og segja okkur frá hinu og þessu. Við keyrðum í gegnum Keflavík, út í Garð með viðkomu í Helguvík, síðan til Sandgerðis og svo í Innri-Njarðvík og Ytri-Njarðvík. Dagurinn hepnaðist mjög vel og allir brostu þeir út að eyrum.

Guðmundur Óskar er á kafi í próflestri á milli þess sem hann spilar hér og þar. Hann, ásamt félögum í Hjaltalín eru búnir að fá "Skapandi sumarstarf" hjá borginni, svo þau semja og spila músik í 8 vikur í sumar.
Hreinn Gunnar er búinn í prófum og byrjar að vinna á morgun á Thorvaldsen.
Gylfi iðkar handbolta með Val og fór hann t.d. í keppnisferð til Akureyrar helgina fyrir páska.

Jæja, þetta er nú nóg handa ykkur í dag.
Heyrumst seinna.
Eigið þið góðan dag - já alla daga.