..... gera það að verkum að ég hef ekki verið í neinu formi til að blogga og hef nú fengið smá skammir fyrir dugleysið !!!
En takið gleði ykkar ..... hér eru nýjustu fréttir af mér og mínum.
Ef ég ætti að skrifa ALLT ..... þá sæti ég hér í alla nótt og svæfi yfir mig í fyrramálið, en ég þarf að spila við messu í Grafarholti kl 11 og vera með barnakórinn þar (vona bara að ÞAU mæti). Það er annars leiðinlegt hvað mætingar eru stundum ekki nógu góðar í barnakórum.....ja og kórum bara yfirleitt. Mín skoðun er sú, að taki maður eitthvað að sér - þá stendur maður sig !!!!!
Foreldrar leyfa börnum sínum stundum að vera í of mörgu og þá er ekki nokkur leið að púsla öllu saman á annatímum !
En ekki meira kvart og kvein !!
Þann 6. desember komu næstum allir kórar sem ég hef unnið með í vetur, fram á tónleikum í Grafarvogskirkju. Þetta voru einskonar kveðjutónleikar þótt ég komi nú til með að hitta einhverja kóra af og til fram á vor. En kórarnir sem voru þarna eru:
Brokkkórinn, Söngraddir Reykjavíkur, Kyrkjukórinn, Krakkakór Grafarvogskirkju, Barnakór Grafarholtssafnaðar, Barnakór Landakotsskóla, Unglingadeild Domus Vox og Sönghópur Ingveldar Ýrar. Sá kór sem ekki gat tekið þátt, en söng undir minni stjórn á tónleikum í Háteigskirkju 15. desember var Kór söngnemenda Domus Vox.
Jæja, nóg af mér í bili. Nú eru það fréttir af börnunum.
Þriðja Hjálmaplatan kom út fyrir nokkrum vikum og hefur selst í um 7000 eintökum, svo hún er búin að fá gullplötu !!!
Siggi spilaði líka með Senuþjófunum inn á báðar nýjustu plötur Megasar og auk þessa er hann að spila með Baggalúti og eitt og annað skemmtilegt sem til fellur.
Fyrsta plata Hjaltalín kom út fyrir nokkrum dögum og hefur fengið rosalega góða dóma allsstaðar. Þeir eru að spila og árita plötuna hingað og þangað krakkarnir og gera stormandi lukku. Guðmundur Óskar er mikið í fjölmiðlum sem talsmaður þessa skemmtilega hóps. Auk þess að spila - bæði í Hjaltalín og Svitabandinu - þá vinnur hann í versluninni Elvis !!!
Hreinn Gunnar er alltaf í sveitinni, að eiga við hesta. Hann þykir efnilegur járningamaður og gengur allt í haginn. Hann dvelur alveg í Austur-Landeyjum á bænum Skíðbakka og unir sér hið besta.
Af yngstu börnunum er allt gott - en ekki kannski neinar stórfréttir. Harpa Sól syngur í Stúlknakór Reykjavíkur og tók þátt í nokkrum tónleikum með þeim - en missti af því að syngja í Kastljósinu um daginn, því móðirin er svo upptekin að hún gleymdi að barnið átti að fara í sjónvarpið.
Ég bætti henni það upp með að taka hana með á jólaball Stundarinnar Okkar, en þar var krakkakórinn að syngja við undirleik hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitarnir, sem eru Þingeyingar - eins og ég verð eftir áramótin !!!! hahahahahahah !!!!!
Það er mikill höfuðverkur á þessum tíma að vera líka að flytja út á land ...... eða bara flytja yfirleitt ! Ég er að reyna að gera mér grein fyrir því hvað ég tek með mér og hvað ég skil eftir í bænum um leið og ég laga til fyrir jólin. Þar af leiðandi er ég lengur að hlutunum og hef aldrei verið svona sein með jólaundirbúninginn.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.