þriðjudagur, júní 03, 2014

Hlýjar kveðjur!

Hér vil ég geyma allt það fallega sem kórsystur höfðu um mig að segja í kveðjuskyni vorið 2014.

Kveðjurnar sem ég fékk á vinatrénu!


 • Dásemd og gaman að læra af
 • Jákvæð
 • Músíkölsk - Skemmtileg
 • Hressileg
 • Hress - Skemmtileg - Einstök
 • Yndisleg - Fagleg
 • Hugmyndarík með tónlistina í hjartanu
 • Kæra Gróa - þú ert klárlega lang skemmtilegasti kórstjóri sem ég hef kynnst - Á eftir að sakna þín
 • Fjölhæf
 • Frábær kona - Atorkusöm - Skemmtileg - Kemur fram eins og þú ert klædd. Megi dagur hver fegurð þér færa
 • Gróa alltaf jákvæð og hvetjandi
 • Þú ert æði! Njóttu lífsins!
 • Skemmtileg og frábær kórstjóri
 • Díva - Fyndin - Skemmtileg - Húmoristi - Útgeislun - Frábær tónlistarkona
 • Rosalega flink að spila á píanó og kirkjuorgelið
 • Stórbrotin - arfahress - með músík ólgandi í blóðinu
 • Brosmild
 • Gleðigjafi
 • Stórflott - kraftmikil og skemmtileg kona. Bjarta framtíð. Knús og kv.
 • Hugrökk
 • Hugmyndarík - Fjörug - Bráðskemmtileg
 • Bestasti og krúttlegasti kórstjórinn minn. Sakni - sakni
 • Dugleg
 • Áræðin - Hæfileikarík - Dugleg - Kjörkuð - Sjálfstæð - Ákveðin
 • Frábær kórstjóri - Skemmtileg og alltaf til í allt - Hláturmild - Gefandi
 • Glaðleg - hress
 • Æðisleg - Mögnuð - Snillingur - Litrík - Skemmtileg - Hress -Hugmyndarík - Frábær listamaður - Eftirminnileg - Gleðigjafi
 • Spontant
 • Listamaður - Prakkari - Stríðnispúki - Með góða nærveru
 • Hugdjörf
 • Bjartsýn
 • Fjörug og músíkölsk
 • Dugleg og hress
 • Kraftmikil
 • Elsku Gróa. Þú ert mjög skemmtileg og frábær kórstjóri. Þín verður sárt saknað! Kærleikskveðja, Sunna.
 • Svona! Þið kunnið þetta alveg - burt með möppurnar!  Takk kæra Gróa, þú ert best
 • Frábær og skemmtileg
 • Frábær - Fjöhæf - Fersk
 • Hugrökk
 • Svo hress og frjálsleg
 • Elsku Gróa! Ég þurfti bara eina æfingu til að ákveða hvort ég myndi ganga í kórinn. Ástæðan varst þú ! Þvílíkur kraftur, útgeislun og leiðtogi! Takk fyrir allt !!!  xxx
 • Elsku Gróa. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Það var gaman að   takast á við lagaval þitt fyrir tónleikana nú í vetur, gangi þér allt í haginn. 
 • Gróa þú ert yndislegur gleðigjafi - þriðjudagskvöld eru æði
 • Skemmtileg
 • Takk
 • Dásamlega hæfileikarík!
 • Skemmtileg
 • Snillingur
 • Kraftmikil - Klár - Drífand - Dugleg - Skemmtileg - Áræðin - Ógleymanleg
 • Frábær manneskja
 • Yndisleg dúlla
 • Þið getið þetta alveg stelpur!


fimmtudagur, maí 08, 2014

Edik - best að eiga !

Borðedik oft kallað glært edik er lífrænt þ.e. þynnt ediksýra. Algjört töfraefni sem hægt er að nota til ýmissa verka.-
- Edik virkar vel sem klósetthreinsir – settu bolla af ediki að kvöldi til í klósettskálina og láttu ligga yfir nótt. Burstaðu svo vel og sturtaðu svo niður að morgni og klósettið verður skínandi hreint.
- Gott ráð er að þvo ull uppúr ediki. Ullarþvotturinn verður mýkri og fallegri.
- Edik er gott í baðvatnið þitt, það róar niður þreytta húð og virkar líka mýkjandi. Tilvalið að setja hálfan bolla út í baðvatnið. Ekki gleyma að bæta ilmolíu við vatnið til að losna við edik lyktina.  – Edik virkar líka mjög hreinsandi á baðkarið.
- Blandaðu saman vatni og ediki til helminga og settu í bursta til að þrífa saltrákir af skóm.
- Edik er mjög gott í skúringar, setjið einn tappa af ediki út í skúringavatnið og gólfið verður glansandi fínt.
- Blandaðu borðediki við vatn og stjúktu innan úr skáp með vondri lykt,
- Blandið vatni og ediki,1 hluti edik ámóti 10 af vatni í blómaúðabrúsa og úðið á gler og spegla. Þurrkið vel og strjúkið yfir með gömlum krumpuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa.
- Ef þvottur lætur lit er gott að leggja hann í bleyti í vatn með ediki , 4 msk af ediki í 5 l vatni. Látið liggja í ca ½ klst. Skolað og þvegið á venjubundin máta. Eins má setja dálítið af ediki í þvottavélina í stað þvottaefnis til að flík haldi betur lit sínum.
- Vond lykt í íbúðinni. Setjið borðedik í skál og látið standa á eða nálægt ofni.
- Ef vond lykt er af skurðarbrettum er gott að skrúbba þau upp úr ediki og skola vel.
- Kaffivélar má þvo með því að láta edik í stað vatns í vélina og láta hana ganga. Endurtekið tvisvar með vatni til að eyða edikslyktinni.
- Ef vond lykt er úr ískápnum er gott ráð að þvo hann upp úr ediksvatni og skola vel á eftir. Einnig er gott að setja smá edik í skál og inní ískáp það minnkar ísskápalyktina.
- Þegar eldaður er lyktsterkur matur eins og t.d. skata er gott að vinda viskustykki uppúr ediki og leggja yfir pottlokið og vel út fyrir brúnir þess. Gæta samt vel að það snerti ekki eldavélahelluna.
- Kattahlandslykt hverfur ef úðað er á blettinn ediksblönduðu vatn (1 hluti á móti 5).
- Þrif á flísum og sturtuklefum.  Góð aðferð við þrif á fúgum milli flísa er að nota blöndu af ediki, lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Borið á og látið standa jafnvel í nokkra klukkutíma, skolað vel og þurrkað á eftir.
- Edik er fitulosandi, dregur úr matarlist og slær á gigt. Tvær matskeiðar af ediki út í glas af vatni. Drekkið nokkur glös á dag.
- Edik er gott við hálsbólgu. Teskeið af borðediki út í vatnsglas, nokkrum sinnum á dag.
- Edik er fínasta hárnæring og gefur hárinu fallegan gljáa. Berið í hárið og látið standa í 10 mínútur og skolið svo vel úr.
- Edik vinnur á flösu og leiðréttir sýrustig hársins. Nuddið hársvörðinn á hverjum degi upp úr ediki, árangurinn kemur í ljós á örfáum dögum.
- Edik er sérlega gott út í skolvatnið þegar nælonsokkabuxur eru þvegnar, þannig endast þær lengur.
- Edik er mjög gott út í skolvatnið þegar ný handklæði eru þvegin. Ló losnar og handklæðin verða síður vatnsfráhrindandi.
- Edik er gott við svitalykt í fötum. Nuddið flíkina upp úr edikblöndu (edik og vatn til helminga) og látið bíða í ca. 15 mínútur áður en fatnaðurinn er settur í þvottavélina.
- Edik er gott til að ná klór- og lauklykt af fingrum. Nuddið fingurna og bíðið í stutta stund.
- Edik er mjög gott til að ná vondri lykt úr híbýlum. Sjóðið edik og vatn saman eða látið malla í dágóða stund á hellunni.  Vonda lyktin fer og edik lyktin eyðist mjög fljótlega.
- Edik er tilvalið hreinsiefni til að ná fitu og mjög gott til þess að þrífa fiskabúr.
- Eplaedik og vatn til helminga er frískandi andlitsúði.
- Edik slær á kláða, sé það borið á húðina. Þá sérstaklega eplaedik.
- Edik er gott við kælingu á sólbruna sem og á flugnabit.
- Edik er tilvalið til að mýkja upp harða málningarpensla. Sjóðið penslana upp úr vatni og ediki og þeir verða eins og nýir.
- Edik er tilvalið til að losna við grunna ryðbletti, t.d. á reiðhjólum,  nuddið þá með ediki og álpappír.

sunnudagur, febrúar 16, 2014

Tími kominn til að endurvekja þetta blogg.Það er ekki normal að maður skuli láta undir hæl leggjast að blogga.  En þetta er allt Facebook að kenna .... sá tímaþjófur !!!  Það er nú samt þægilegt að fylgjast með sínum þar, hvort sem það eru skyldmennin eða vinirnir ... tja eða þeirra vinir og þeirra vinir.

En nú fannst mér tilefni til að blogga!

Í vetur var ég beðin um að skrifa stutta grein um það hvernig árið 2014 leggðist í mig. Þetta var til birtingar í blaði suður með sjó sem kallast Reykjanes. Þetta gerði ég auðvitað, eins og ég kunni að segja nei????  Ég hafði ekkert séð blaðið sem kom út 9. janúar, en fletti því upp á netinu.  Þarna eru nokkrir einstaklingar spurðir sömu spurningar og ég og hvað haldiði að hafi stungið mig við lesturinn?

Það eru allir á jákvæðu nótunum .... nema ÉG.  Hvort fólk sem býr fyrir sunnan er blint eða bara svona hrikalega jákvætt veit ég ekki, en ég tel mig sæmilega raunsæja og finnst ekkert bjart framundan.

Hérna eru fyrirsagnir og fyrsta setning hjá hinum sem beðnir voru um skrif:

 • Viljinn, við og venjurnar … Nýtt, spennandi ár framundan, óskrifað blað.
 • Spennandi tímar hjá HS Veitum … Í meginatriðum leggst árið vel í mig.
 • Tækifærin allt í kringum okkur …. Árið 2014 er spennandi og leggst vel í mig.
 • Áfram jákvæðni á árinu 2014 … Þegar klukkan læðist nær miðnætti og nýtt ár er alveg að ganga í garð, lætur maður huga reika til baka.
 • Bjartar horfur á nýbyrjuðu ári …. Ég lít á nýbyrjað ár með tilhlökkun og er sannfærður um að erfiðleikar sem fylgdu bankahruninu séu að baki og að framundan séu bjartari tímar.
 • Bara birta framundan … Árið 2014 leggst einstaklega vel í mig.
 • Við hjá SAR lítum þokkalega björtum augum á árið 2014 …. Það er að losna um verkefni sem hafa verið í bið og með útspili ríkisstjórnarinnar sem virðist ríkja þokkaleg sátt um, þá ættu hjólin að fara að snúast hraðar.
 • Möguleikarnir er miklir … Í upphafi árs er mér ofarlega í minni vinna föður míns síðustu árin við að skrástetja heimildir um ættfeður mína sem flestir voru sjósóknarar í marga ættliði, ættaðir af Suðurnesjunum.
 • Bjartsýn … Það er ekki hægt að ræða um nýja árið án þess að staldra aðeins við það sem á undan er gengið árið 2013.
 • Við höfum verk að vinna …. Árið 2014 leggst mjög vel í mig, ég er bjartsýn
 • Stendur best allra sveitarfélaga … Árið 2014 leggst bara ljómandi vel í mig.
Svo er hérna mitt svar: