mánudagur, apríl 10, 2006

Í dag eru 5 vikur síðan aðgerðin var gerð á Lansanum og mér hefur gengið mjög vel að jafna mig. Fór að vinna smátt og smátt og verð svo komin í fullt form 24. þegar ég þarf að fara aftur að kenna. En svo vorar snemma - eða þannig - ekki mjög langt eftir af skólanum. S.l. fimmtudag var ég við frumsýningu á leikriti í Njarðvíkurskóla, en hafði haft svolítið með það að gera, þar sem ég æfði krakkana í söngatriðunum. Þetta var erfið vinna - krakkar eru erfiðir nú til dags. Og sjálfum sér verst. Þau taka illa eftir, láta sér ekki detta í hug að fara eftir fyrirmælum og svara fullum hálsi!!!
En þau stóðu sig ótrúlega vel á frumsýningunni. Áfram Njarðvík!! Líka í körfunni!!!
Guðmundur Óskar syngur í kór MH og þau sungu tónleika með Synfó á fimmtudaginn - því missti ég af :(
Hreinn Gunnar er ánægður í Iðnskólanum í Hafnarfirði og vinnur svo með skólanum í BYKÓ Hringbraut.
Gylfi Björgvin var á Akureyri um helgina á handboltamóti, en hann æfir með VAL núna. Og Harpa Sól fór á skautaæfingu og á þriðjudaginn kl 6 er sýning hjá þeim í Skautahöllinni. Hún æfir líka samkvæmisdansa og sýningin þar verður 7. maí á Broadway (ekki í New York!)

Nóg í bili - góða nótt og góða daga!

mánudagur, apríl 03, 2006

Jú, jú! Haldið þið ekki bara að allt sé að virka hér!!!
En þar sem komin er svarta nótt, þá ætla ég að fara að knúsa nýja rúmið mitt, sem ég keypti eftir fimmtugs afmælið. Gvöð - afmælið - það var nú eitt stórkostlega kvöld sem maður hefur lifað. Það var rosalega gaman...... : )

Sjáumst hress og bless.
Hæ, þetta er ég og ég er að læra þessa vinsælu iðju að BLOGGA. Nú ætla ég að gá hvort þetta skilar sér á síðuna mína. Bæ.