sunnudagur, ágúst 19, 2007

Menningarnottin

Þvílíkt dýrðarveður alltaf á menningarnótt.



Sönghópur Ingveldar Ýrar söng fyrir utan Söngskólann í Reykjavík eins og margir aðrir kórar.
En hélt líka tónleika í Fríkirkjunni. Þeir voru mjög fínir og afar vel sóttir. Á því miður ekki mynd :(



Siggi minn var að spila með Megasi á Klambratúninu um kvöldið. Og þeir voru mjög flottir.




Ein mynd af Gylfa Björgvini sem er að verða 13 ára eftir nokkra daga og á að fermast í vor.



Nennti ekki að labba niður að sjó til að sjá flugeldasýninguna heldur stóð hér úti á blettinum mínum og sá rétt í toppinn á stærstu flugeldunum.
Magnað hvað getur dottið í mann einhver leti - og einmannakennd á svona dögum.
Ég er pínu tóm eftir túrinn til Berlínar og alla upplifunina þar.

Syngibjörg var í bænum, en við eitthvað öðruvísi stemmdar en í fyrra og eitthvað annað að hugsa.
Hún flaug til Köben í skólann sinn í morgun. Vona að allt gangi vel hjá henni.

Meira seinna.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Vika i Berlin

Vikuna 2.-9. ágúst var ég ásamt góðum vini í Berlín.

Við skoðuðum alla helstu sögustaði í borginni: Potsdamer Platz, þar sem restin af múrnum stendur.

Holocaust Denkmal, sem er minnisvarði um gyðingamorðin alls 2.711 steinkassar, Brandenburgarhliðið, Breiðstrætið Unter den Linden og Strasse des 17.juni sem nefnd er eftir stúdentauppreisninni.



Skoðuðum Dómkirkjuna og elsta hluta borgarinnar sem tilheyrði austurhlutanum.
Á laugardagsmorgun fórum við á flóamarkað í Shöneberg og skoðuðum sýningu um líf og störf Willie Brandt

Vorum á Bierfestival á laugardeginum og smökkuðum ýmsar tegundir af bjór.


Checkpoint Charlie og Mauermuseum heimsóttum við og var magnað að sjá orginal tól og tæki sem fólk notaði til flótta frá austri til vesturs.

Á safninu er þessi stytta af Rostropovitz þegar hann lék á cellóið við múrinn.

Við sigldum á ánni Spree og sáum byggingarnar frá öðrum sjónarhóli.

Og þarna hefur fólk "baðströnd" á árbakkanum.


Á Kurfürstendamm er nýleg kirkja byggð við hlið rústa eldri kirkju sem skemmdist í stríðinu. Þessi mynd er innan úr nýju kirkjunni og þegar við komum þarna inn var verið að spila á þetta flotta orgel.

Við heimsóttum einn kirkjugarð, þar sem m.a. er leiði Bertholts Breckts.

Og svo voru það höfuðstöðvar Stazi - austurþýzku leyniþjónustunnar.

Húsakynnin voru nú ekki af verri endanum, allt viðarklætt og miklar hirslur á öllum veggjum. Þarna drakk ég nú kaffi - en sem betur fer bara sem gestur.

Veðrið í Berlín þessa viku var alveg svakalega gott, sól og hiti uppá hvern dag. Reyndar helltu himnarnir úr sér seinnipartinn þennan síðasta dag, svo ekki var hudi út sigandi í langan tíma. Það varð líka til þess að ég missti alveg af einu tónleikunum sem ég ætlaði nú á, með Noruh Jones - en ég heyri hana þá bara hérna heima í haust.

Enn eitt safnið heimsóttum við sem ekki hefur komið fram. Það er við Wannsee og er stór villa, þar sem Hitlerssinnarnir sömdu handritið að útrýmingu gyðinga. Þvílík geðveiki hefur verið í gangi á þessum tíma ! Maður getur varla ímyndað sér hvaðan mennirnir gátu fengið aðrar eins hugmyndir eins og að hreinsa heiminn af öllum..... ekki bara gyðingum, heldur öllu fólki sem var "öðruvísi" líka, t.d. fatlaðir og geðsjúkir.
Og "rannsóknirnar" sem þýzkir læknar gerðu á fólki - þetta er bara viðbjóður !!!!

Eitt kom mér á óvart í Berlín. Það, að maður sér ekkert lengur sem bendir til þess hvenær maður er kominn yfir í austurhlutann sem einu sinni var. Allar (eða allfelstar) byggingar eru uppgerðar, hreinsaðar og málaðar svo hvergi sér í þennan gráma sem var yfir öllu hjá kommúnistum - sem betur fer, segi ég nú bara.

Mæli með Berlín :)