Og á næsta ári á hann stórafmæli !!!
Sem þýðir að hann fæddist árið 1978.
Og Hjálmar hittust allir í gær í stúdíóinu og tóku upp lag :)
Svo ætla þeir að spila tónleika á Akureyri annað kvöld
og á Nasa á laugardaginn. Svo verður spennandi að
sjá hvort meira framhald verður á hjá þeim :)
fimmtudagur, mars 15, 2007
mánudagur, mars 12, 2007
Dagur 4
10.mars 2007
Fyrst fór ég kl 8.30 að hlusta á umræður um "show choirs" en ekki mikið á því að græða fyrir íslending þar sem svoleiðis fyrirbæri þekkist varla. En þó var eitt: að skipta vetrinum á milli klassískra kórverka fyrir áramót og léttari tónlistar eftir áramót. Þannig fengju krakkarnir að þjálfa klassíska raddbeytingu og nota tæknina áfram eftir jól þrátt fyrir aðra raddbeytingu í "pop og söngleikjatónlist".
Kíkti svo á “básana” og sá CHIMES !!! ☺ Tvær áttundir í tösku. Ég gekk nú um og hugsaði – og bara jákvætt – fór svo og keypti töskuna !!! Krakkarnir í kirkjunni hljóta að verða ánægðir með þetta hljóðfæri ☺ en það var það sem þau báðu mig að kaupa í Ameríkunni: Nýtt hljóðfæri !!
Svo þurfti ég að dröslast með þessa þungu tösku út um allt !!
Næst fór ég að hlusta á tónlist eftir Kirke Machem. Þarna var kór frá Illinois University sem söng verk eftir hann alveg frá 1970 til dagsins í dag. Og tónskáldið talaði um verkin inn á milli.
Næst á dagskránni voru heiðurskórarnir. Þeir voru þrír að þessu sinni: Barnakór, Highschool kór og Fjölmenningar kór.
Í barnakórnum voru 275 börn og stjórnandi var Jean Arshworth Bartle. Þessi börn voru valin úr 1400 umsækjendum og voru búin að læra lögin heima áður en þau komu til Miami. Á prógraminu voru háklassísk verk og rosalega vel flutt !!!
Stjórnandi eldri krakkanna heitir Bruce Rogers og hefur hann hlotið margar viðurkenningar og meðal annars var hann kosinn besti kórstjórinn í Varna í Búlgaríu í fyrra.
Þessi kór var álíka stór og yngri hópurinn og söng frábærlega.
Fjölmenningarkórinn taldi um 300 ungmenni. Stjórnendur voru tveir, Rollo Dilworth og Francisco J. Núnez og eru þeir báðir líka tónskáld. Lögin sem þessi hópur flutti voru öll ný – og samin jafnvel sérstaklega fyrir þessa tónleika. Það er sko á nokkurra ára (ráðstefnu) fresti sem svona hópur fær að syngja. Við fengum tækifæri til að heyra tónskáldin sjálf segja frá lögunum sínum morguninn áður og það var mjög fróðlegt. Sérstaklega var gaman að sjá hann David Fanshawe, sem m.a. samdi African Sanctus. Hann er sniðugur karl og skemmtilegur og langar til að nýja verkið hans Pacific Song verði flutt á Íslandi – þá ætlar hann að koma. Ég talaði við hann og lét hann árita bókina og diskinn sem ég keypti.
Eftir stóru tónleikana var ein session eftir af kórtónleikum hjá mér. Byrjaði á drengjakór frá Amarillo í Texas - ekkert spes og hallærislegt að stjórnandinn söng altröddina í Pie Jesu eftir A.L. Webber með einum kórdreng.
Þegar hérna var komið við sögu var þolinmæðin fyrir meiri kórsöng þrotin og konan orðin lúin og langaði smá til að skreppa á ströndina. Svo nú var arkað heim á hótel með þungan farangur, farið í strandföt og henst niður á strönd, sem var bara hinum megin við götuna frá hótelinu. En ekki var hitanum fyrir að fara, enda klukkan farin að ganga 5.
Borðaði á hótelinu um kvöldið og pakkaði niður og gat ekki einu sinni bloggað fyrir þreytu.
föstudagur, mars 09, 2007
Dagur 3
Jæja, það skeði þá í morgun að ég svaf of lengi. Vaknaði kl 7.30 og mætti því of seint á fyrstu tónleika dagsins !!!!
Ég var orðin svo þreytt í gærkvöldi að ég svaf líka bara í alla nótt !!!
Og vitiði hvað - það hlýnar hérna með hverjum deginum. Ekki var samt sól eftir hádegið í dag - en svakalega hlýtt.
Já, þá er best að gera grein fyrir deginum - og hefst nú lesturinn !!!!
Dagurinn hófst með tónleikum í Jackie Gleason salnum.
Ég missti af fyrsta kórnum,
Svo var stúlknakór:
Úffff það er aldrei tími til að klára þetta blogg...........
Verð að bæta inní seinna.
Núna er klukkan 23.15 og ég að koma heim á hótel af enn einum tónleikunum :)
Meira um það seinna.
Fékk mér að borða hér á hótelinu áður en ég fór - lax - sem var alveg ágætur :)
Og núna er mér sko illt í fótunum !!! Ég hlýt að vera orðin gömul - hætt að þola labb og miklar setur !!!
Meira á morgun. . . . . sofa núna . . .
Ég var orðin svo þreytt í gærkvöldi að ég svaf líka bara í alla nótt !!!
Og vitiði hvað - það hlýnar hérna með hverjum deginum. Ekki var samt sól eftir hádegið í dag - en svakalega hlýtt.
Já, þá er best að gera grein fyrir deginum - og hefst nú lesturinn !!!!
Dagurinn hófst með tónleikum í Jackie Gleason salnum.
Ég missti af fyrsta kórnum,
Svo var stúlknakór:
Úffff það er aldrei tími til að klára þetta blogg...........
Verð að bæta inní seinna.
Núna er klukkan 23.15 og ég að koma heim á hótel af enn einum tónleikunum :)
Meira um það seinna.
Fékk mér að borða hér á hótelinu áður en ég fór - lax - sem var alveg ágætur :)
Og núna er mér sko illt í fótunum !!! Ég hlýt að vera orðin gömul - hætt að þola labb og miklar setur !!!
Meira á morgun. . . . . sofa núna . . .
fimmtudagur, mars 08, 2007
Dagur 2
Eitthvað var óreglulegur svefninn í nótt - held ég hafi verið hrædd um að sofa yfir mig.
En það gerir maður ekki á svona ráðstefnum !!!
Ég var komin labbandi vel fyrir klukkan 8 á réttan stað, búin að stoppa í bakaríi og kaupa ávaxtakokteil - eins og í gær, namm.
Fyrsta kennslustundin var að lesa í gegn fullt af lögum fyrir barnakór. Flestir í salnum hafa líka sofið illa og ekki verið búnir að hita upp, því söngurinn var ekki uppá marga fiskana !!! En músíkin er góð - svona flest lögin allavega.
Mikið þyrftum við að vera dugleg heima að búa til íslenska texta og gefa út. Held bara að Skálholtsútgáfan sé sofnuð á verðinum!!! Eða kannski er það nýi "stöngsálamjórinn" sem á að sjá um útgáfur fyrir barnakóra - en hvernig ætli það verði nú???
Jæja, næst fór ég í umræðuhóp um kvennakóra. Það var nokkuð fróðlegt get ég sagt ykkur, ekki bara fyrir kvennakóra heldur bara alla kóra. Það var aðallega rætt um uppstillingar kóra, prófað að breyta því hvar fólk stendur og að heyra muninn á hljómnum var mjög fróðlegt. Tók upp á ipodinn þennan hluta :)
Þegar ég var að rölta um sýningarsvæðið, kom John Jacobson hlaupandi til mín og sagðist þurfa að tala við mig !!! Ertu með kreditkort sem þú átt ekki? spurði hann. Ég góndi á manninn!!!!! HA???? fór í veskið og viti menn.....þarna var kreditkort sem ég þekkti engin deili á. "Það var þannig í gærkvöldi eftir að þú fórst af veitingastaðnum, þá uppgötvast að þú hafðir fengið afhent kort sem annar aðili átti. Starfsfólkið tók eftir því að við töluðum saman, svo ég var spurður hver þú værir. Og nú get ég hringt í strák-greyið sem á þetta kort". Og framhaldið er að ég fór á veitingastaðinn og skipti kortunum - og búið - ekki einu sinni AFSAKIÐ - bara takk :(
Svo kíkti ég í búðir og keypti eitthvað smá handa litlu krökkunum mínum. Ætlaði á ströndina smá stund, en þá var dregið fyrir sólu (hún hræðist mig skiljiði). Svo núna ætla ég að fara að rölta aftur í ráðstefnuhúsið (annars er ég með blöðrur á báðum fótum !!!!) og halda áfram að hlusta og horfa :)
Meira seinna í kvöld.
En það gerir maður ekki á svona ráðstefnum !!!
Ég var komin labbandi vel fyrir klukkan 8 á réttan stað, búin að stoppa í bakaríi og kaupa ávaxtakokteil - eins og í gær, namm.
Fyrsta kennslustundin var að lesa í gegn fullt af lögum fyrir barnakór. Flestir í salnum hafa líka sofið illa og ekki verið búnir að hita upp, því söngurinn var ekki uppá marga fiskana !!! En músíkin er góð - svona flest lögin allavega.
Mikið þyrftum við að vera dugleg heima að búa til íslenska texta og gefa út. Held bara að Skálholtsútgáfan sé sofnuð á verðinum!!! Eða kannski er það nýi "stöngsálamjórinn" sem á að sjá um útgáfur fyrir barnakóra - en hvernig ætli það verði nú???
Jæja, næst fór ég í umræðuhóp um kvennakóra. Það var nokkuð fróðlegt get ég sagt ykkur, ekki bara fyrir kvennakóra heldur bara alla kóra. Það var aðallega rætt um uppstillingar kóra, prófað að breyta því hvar fólk stendur og að heyra muninn á hljómnum var mjög fróðlegt. Tók upp á ipodinn þennan hluta :)
Þegar ég var að rölta um sýningarsvæðið, kom John Jacobson hlaupandi til mín og sagðist þurfa að tala við mig !!! Ertu með kreditkort sem þú átt ekki? spurði hann. Ég góndi á manninn!!!!! HA???? fór í veskið og viti menn.....þarna var kreditkort sem ég þekkti engin deili á. "Það var þannig í gærkvöldi eftir að þú fórst af veitingastaðnum, þá uppgötvast að þú hafðir fengið afhent kort sem annar aðili átti. Starfsfólkið tók eftir því að við töluðum saman, svo ég var spurður hver þú værir. Og nú get ég hringt í strák-greyið sem á þetta kort". Og framhaldið er að ég fór á veitingastaðinn og skipti kortunum - og búið - ekki einu sinni AFSAKIÐ - bara takk :(
Svo kíkti ég í búðir og keypti eitthvað smá handa litlu krökkunum mínum. Ætlaði á ströndina smá stund, en þá var dregið fyrir sólu (hún hræðist mig skiljiði). Svo núna ætla ég að fara að rölta aftur í ráðstefnuhúsið (annars er ég með blöðrur á báðum fótum !!!!) og halda áfram að hlusta og horfa :)
Meira seinna í kvöld.
Dagur 1 a ACDA
Jæja, þá er fyrsti dagur ráðstefnunnar komin að kveldi.
Ég labbaði í Miami Beach Convention Center klukkan rúmlega 7 í morgun.
Þaðan voru rútur yfir á meginlandið - í Carnival Center og fyrstu tónleikar ráðstefnunnar hófust kl 8.
Nánari dagskrá seinna - en þetta var alveg frábært.
Svo voru rútur til baka og dagskráin hélt áfram - opnað var inn í sölu/sýningabásana og svo var farið að hlusta á umræður t.d. um svokallaða Comunity choirs - hvernig hægt er að halda þeim gangandi. Og vitiði hvað? það er sama vandamálið hér og heima - "hvar eru karlmennirnir ??"
Svo tók bara eitt við af öðru - nema ég náði nokkrum mínútum úti í sólinni í hádeginu :) unaðslega hlýtt og notalegt :)
Margir kóranna voru hreint frábærir en uppúr stendur að fá loksins að sjá og heyra Swingle Singers sem ég hef dáð í mörg ár.
Seinustu tónleikarnir í dag (hjá mér) hófust kl 6. Það voru nokkrir alþjóðlegir kórar, t.d. Filipiskur kór héðan frá Bandaríkjunum, Ungdómskór frá Indónesíu, Drengjakór frá Afríku og lítill blandaður kór (16manns) frá Svíþjóð.
Eftir þessa tónleika fór ég á labbið - enda dagurinn búinn hjá mínu "liði" svo ég gekk fram á skemmtilega göngugötu, fann eplabúð (og keypti i-pod) settist og fékk mér að borða og hvern haldiði að ég hafi séð þar? John Jacobson - manninn sem á America Sings! festivalið sem ég fór á í Washington 1999. Ég náttúrlega fór og heilsaði honum og hann kynnti mig fyrir fólkinu sem hann var með, en þau eru frá Hal Leonard útgáfufyrirtækinu. Hann bað mig að kíkja við í básnum þeirra og fá heimilisfangið hans (ég ætla að senda honum cd með stúlknakórnum !!).
Jæja, svo gekk ég heim á hótel í rólegheitunum - mikið hlýtt og gott úti og yndislegt að rölta hérna um.
Nú er kominn háttatími (þó fyrr hafi verið - myndi amma hafa sagt) svo ég skrifa meira á morgun.
Læt fylgja með nokkrar myndir.
BÆ
þriðjudagur, mars 06, 2007
Í Florida
Já, haldiði ekki að ég sé komin til Miami í Flórída í fyrsta sinn á ævinni og það alein !!!
Hér hefst mikil ráðstefna bandarískra kórstjóra strax í fyrramálið kl 8 með tónleikum.
Svo verða næstu fjórir dagar þannig - kórtónleikar, lestrartímar og fyrirlestrar allan daginn
langt fram á kvöld.
Mér líst voða vel á staðinn hérna - sól og fólk almennt strandfataklætt.
Það er frekar óþægilegt að fá ekki herbergið sitt strax þegar maður kemur.
Ég er bara í ferðafötum - og fæ ekki herbergið fyrr en um 4 leitið.
Svo ég er búin að labba hérna fram og aftur (síðan rétt fyrir hádegi).
Finna ráðstefnuhöllina þar sem ég á að mæta í fyrramálið og kíkja í nokkrar búðir :)
En nú hlýtur herbergið að fara að verða tilbúið, svo ég ætla að hætta núna.
Þið fáið fleiri fréttir seinna :)
Bæ bæ.
Hér hefst mikil ráðstefna bandarískra kórstjóra strax í fyrramálið kl 8 með tónleikum.
Svo verða næstu fjórir dagar þannig - kórtónleikar, lestrartímar og fyrirlestrar allan daginn
langt fram á kvöld.
Mér líst voða vel á staðinn hérna - sól og fólk almennt strandfataklætt.
Það er frekar óþægilegt að fá ekki herbergið sitt strax þegar maður kemur.
Ég er bara í ferðafötum - og fæ ekki herbergið fyrr en um 4 leitið.
Svo ég er búin að labba hérna fram og aftur (síðan rétt fyrir hádegi).
Finna ráðstefnuhöllina þar sem ég á að mæta í fyrramálið og kíkja í nokkrar búðir :)
En nú hlýtur herbergið að fara að verða tilbúið, svo ég ætla að hætta núna.
Þið fáið fleiri fréttir seinna :)
Bæ bæ.
föstudagur, mars 02, 2007
Sonur nr. 2 er orðinn 20 ara !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)