mánudagur, apríl 30, 2007

Frabær leiksyning !

Ég fór í leikhús á Akranesi í gær.
Krakkar í 9. bekk sýndu frábæran söngleik. Hann gerist í skipi á leið frá Evrópu til Ameríku (fyrirheitna landsins eða Draumalandsins) þar sem fjórar fjölskyldur frá Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu og Tyrklandi eru að leita betra lífs fyrir westan!!!
Drífið ykkur að sjá þetta frábæra stykki.
Til hamingju Garðaskóli !!!

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Kuba - Kuba - Kubabanana !!!!


Vitið þið að Kúba er bara æðisleg !!! ???
Lentum í Kef kl 5 í morgun eftir 9 daga ferðalag.
Það var rosalega gaman, forvitnilegt að skoða allt þarna.
Ferðin var skipulögð fyrir tónlistarskólakennara en það var bara tvennt sem hópurinn gerði saman. Annað var að fara á æfingu hjá Fílharmoníuhljómsveit Havanaborgar og hitt var heimsókn á skólaskrifstofu allrar listkennslu og heimsókn í einn af tónlistarskólum í borginni. Í þeim skóla eru nemendur frá 7 - 14 ára og eru þeir teknir inn eftir inntökupróf. Áður hafa öll börn fengið tónlistarkennslu í leikskólum og yngri bekkjum grunnskólanna a.m.k. einn tíma á DAG. Þessir tónlistarskólar sem hafa inntökupróf eru mjög prófessional en þau börn sem ekki komast inn geta sótt annarskonar skóla í sínu hverfi svokallað Musichouse. Í þessari heimsókn fengum við að heyra tónfund!!!! nokkrir nemendur léku þarna af mikilli snilld fyrir okkur. Þetta sýndi sennilega getu bestu nemendanna - en ég hefði sko verið til í að sjá yngri nemendur líka og ekki síst fara í kennslustund !! Tónleikunum lauk með kórsöng - en allir nemendur syngja í kór líka - og stjórnandinn var 14 ára stúlka - alveg frábær :) :)

Þegar við vorum á æfingunni hjá Fílharmoníunni kom fram að þau voru að æfa fyrir opnunartónleika America Cantat sem vera áttu á föstudagskvöldið. Ég spurði hvort við mættum koma á tónleikana og var það fúslega veitt. Við fórum samt bara tvær, ég og Auður söngkona. Eftir tónleikana hitti ég konu og spurði hana út í þetta festival og hún gaf mér upp nafn á ráðstefnuhúsi þar sem allt færi í gang næsta morgun kl 9. Ég náttúrlega lét ekki segja mér það tvisvar, heldur tók leigubíl þangað um morguninn og skráði mig á þetta kóramót !!!!! Fór inn í marga sali þar sem verið var að æfa allskonar músík og krækti mér í nótur !!!

Þarna voru kórar víða að frá Suður-Ameríku, en líka voru kórar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi og Sviss. Á einum tónliekunum sem ég fór á, sá ég íslenskt lag á prógraminu hjá þessum kór frá Sviss. Þegar þau komu fram voru tónleikarnir orðnir ansi langir og kórstjórinn ákvað að stytta prógramið og stiklaði yfir nokkur lög - þar á meðal það íslenska !!! :( :(
Tvö seinustu lögin voru gospellög og fólk klappaði rosalega vel - þá sagði stjórinn: Ég ætla að róa ykkur niður og við syngjum hérna lag frá Íslandi !!!! Og svo byrjuðu stúlkurnar...........Heyr, himnasmiður... og þær gerðu þetta voða vel :) :)

Ég heyrði líka í einum Dönskum kór sem var alveg ágætur - en hitt voru allt kórar þarna frá löndum suður-ameríku.

Það sem við gerðum annað, var að fara í skoðunarferð um gömlu Havanaborg sem var mjög fróðlegt, svo fórum við í jeppa-safarí sem var rosalega gaman. Þar synti ég í vatni sem var inni í helli - alveg rosalega tært og sást vel hve djúpt það var á köflum. Svo sigldum við upp á og fórum þar á Jetsky með miklu fjöri og miklum hraða.

Á eftir að hlaða inn myndum :) kemur seinna.

Mæli með Kúbu.