Hvað er þetta með sólina?
Er hún í sumarfríi eða?
Ég sakna hennar innilega!
En eins og maðurinn sagði: Enginn er verri þótt hann vökni.
Það er þó ólíkt skemmtilegra að vökna að innan af góðu víni í góðra manna og kvenna hópi t.d. úti á palli í sumar-kvöldsól. En því er nú ekki að heilsa þessa dagana. Maður nennir ekki einu sinni að grilla í þessu.
Og bráðum tekur streðið við. Strax eftir verslunarmannahelgi er raunar vetrarstarfið hafið, því þá fer maður að sækja námskeið. Ég hlakka óskaplega til að fara í Skálholt 8.-10.ágúst. Það er alltaf gaman á námskeiðum í Skálholti - þar líður manni svo vel og er í hópi skemmtilegasta fólks á landinu:)
Meira seinna.
LUVJA.
fimmtudagur, júlí 27, 2006
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Rosalega er maður latur að blogga - úfffff!!!!
Nú eru næstum 4 vikur síðan við komum heim frá Búlgaríu. Þar höfðum við það rosalega gott, nutum sólarinnar og alls sem staðurinn hafði upp á að bjóða alveg í botn. Við löbbuðum helling þarna um allt svæðið, lékum okkur á ströndinni, busluðum í sundlauginni við hótelið (sem var mjög gott hótel) eða fórum í vatnagarð sem var stutt frá hótelinu.
Fórum einn daginn í Jeppa-safari, einn daginn til Varna - bara til að labba um miðbæinn og skoða í búðir. Þar á götu hittum við hana Gerði Bolladóttur og elstu dóttur hennar!!
Svo fórum við til Istanbul! Það var nú meiri upplifunin. Keyrt var í rútu, sem fyrir utan okkur og eina íslenska fjölskyldu var full af Rússum. Keyrslan tók heilt kvöld og heila nótt. Komið var á hótel kl. 06:00. Borðaður morgunmatur, farið í skoðunarferð um borgina og meira að segja skroppið til ASÍU, því borgin stendur (sú eina í heimi) í tveimur heimsálfum, aftur á hótel í hádegismat og svo lögðum við okkur í 2-3 tíma. Svo var farið í Tyrkneskt bað - algjört æði! Um kvöldið var skemmtistaður fyrir valinu með þjóðlegum skemmtiatriðum og ágætis mat.
Morguninn eftir var frjáls og þá fórum við á BAZAR sem er eldgamalt yfirbyggt markaðstorg. Þar röltum við um langa lengi, en tókst samt ekki að sjá allt. Svo var farin bátsferð um Bosborus-sundið - matur á hóteli og svo keyrt aftur til Búlgaríu um nóttina.
Maður á vonandi eftir að koma aftur til Istanbul!
Já, þetta er nóg í bili - hlakka til að fá comment frá ykkur.
Bless í bili og vonandi fer sólin að láta sjá sig.
Nú eru næstum 4 vikur síðan við komum heim frá Búlgaríu. Þar höfðum við það rosalega gott, nutum sólarinnar og alls sem staðurinn hafði upp á að bjóða alveg í botn. Við löbbuðum helling þarna um allt svæðið, lékum okkur á ströndinni, busluðum í sundlauginni við hótelið (sem var mjög gott hótel) eða fórum í vatnagarð sem var stutt frá hótelinu.
Fórum einn daginn í Jeppa-safari, einn daginn til Varna - bara til að labba um miðbæinn og skoða í búðir. Þar á götu hittum við hana Gerði Bolladóttur og elstu dóttur hennar!!
Svo fórum við til Istanbul! Það var nú meiri upplifunin. Keyrt var í rútu, sem fyrir utan okkur og eina íslenska fjölskyldu var full af Rússum. Keyrslan tók heilt kvöld og heila nótt. Komið var á hótel kl. 06:00. Borðaður morgunmatur, farið í skoðunarferð um borgina og meira að segja skroppið til ASÍU, því borgin stendur (sú eina í heimi) í tveimur heimsálfum, aftur á hótel í hádegismat og svo lögðum við okkur í 2-3 tíma. Svo var farið í Tyrkneskt bað - algjört æði! Um kvöldið var skemmtistaður fyrir valinu með þjóðlegum skemmtiatriðum og ágætis mat.
Morguninn eftir var frjáls og þá fórum við á BAZAR sem er eldgamalt yfirbyggt markaðstorg. Þar röltum við um langa lengi, en tókst samt ekki að sjá allt. Svo var farin bátsferð um Bosborus-sundið - matur á hóteli og svo keyrt aftur til Búlgaríu um nóttina.
Maður á vonandi eftir að koma aftur til Istanbul!
Já, þetta er nóg í bili - hlakka til að fá comment frá ykkur.
Bless í bili og vonandi fer sólin að láta sjá sig.
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Gvööööð hvað það á við mig að vera í sumarfríi......Ég nenni engu!!!!!
Búin að vera 3 vikur í Búlgaríu með yngstu börnin og þegar heim kom sendi ég þau til pabbans í einhverjar vikur. Veit ekkert hvenær hann fær nóg af þeim og sendir þau til baka.
Búlgaría var æðisleg, gott veður, ágætis matur og ódýr, nóg af litlum búðum, veitingastöðum og rosalega fín strönd með fullt af "activiteti" bæði fyrir börn og fullorðna. Synd að hugsa til þess að starx á næsta ári muni verðlag hækka til jafns við t.d. Spán og Ítalíu, þar sem allt rauk upp með evrunni.
En sem sagt er ég mest í leti þessa dagana nema á sunnudögum þá spila ég fyrir Hörð kl 11 í Grafarvogi og fyrir Úlrik kl 20 í Viðistaðakirkju.
Það leiðinlegasta sem ég er að standa í er, að konan sem keypti húsið í Hjallaselinu neitar að borga mér síðustu milljónina og segir að ég hafi haldið frá henni hinum og þessum göllum í húsinu. Þannig að núna eru skoðunarmenn að meta þetta sem hún kvartar yfir og það fyndnasta er að allir þessir "gallar" hafa verið sýnilegir alveg frá því að ég keypti húsið. Ég hafði ekkert gert til að reyna að fela þá og hún (sem er menntuð fasteignasali) átti náttúrlega að sjá þetta allt við skoðun á húsinu. Þannig að nú er málið komið í þann farveg að þetta fer inn í dómssal með haustinu eða Guð veit hvenær.
Lóa (Valgerður) vinkona varð 50 ára á þriðjudaginn og viti menn: hún sagði að það þýddi ekkert að halda upp á afmæli í júlí, þá væru allt of margir út um hvippinn og hvappinn svo hún stakk af. Og hvert haldiði: út í Grímsey!!!! Norður fyrir heimskautsbaug!!
Þar eyddi hún deginum með sínum yndislega eiginmanni. En ég rétt vona að hún haldi almennilegt partý í ágúst og að þá verði allir komnir úr sumarfríi sem henni þykir skemmtilegir.
Hafið það alltaf sem best.
Og látið heyra í ykkur.
Búin að vera 3 vikur í Búlgaríu með yngstu börnin og þegar heim kom sendi ég þau til pabbans í einhverjar vikur. Veit ekkert hvenær hann fær nóg af þeim og sendir þau til baka.
Búlgaría var æðisleg, gott veður, ágætis matur og ódýr, nóg af litlum búðum, veitingastöðum og rosalega fín strönd með fullt af "activiteti" bæði fyrir börn og fullorðna. Synd að hugsa til þess að starx á næsta ári muni verðlag hækka til jafns við t.d. Spán og Ítalíu, þar sem allt rauk upp með evrunni.
En sem sagt er ég mest í leti þessa dagana nema á sunnudögum þá spila ég fyrir Hörð kl 11 í Grafarvogi og fyrir Úlrik kl 20 í Viðistaðakirkju.
Það leiðinlegasta sem ég er að standa í er, að konan sem keypti húsið í Hjallaselinu neitar að borga mér síðustu milljónina og segir að ég hafi haldið frá henni hinum og þessum göllum í húsinu. Þannig að núna eru skoðunarmenn að meta þetta sem hún kvartar yfir og það fyndnasta er að allir þessir "gallar" hafa verið sýnilegir alveg frá því að ég keypti húsið. Ég hafði ekkert gert til að reyna að fela þá og hún (sem er menntuð fasteignasali) átti náttúrlega að sjá þetta allt við skoðun á húsinu. Þannig að nú er málið komið í þann farveg að þetta fer inn í dómssal með haustinu eða Guð veit hvenær.
Lóa (Valgerður) vinkona varð 50 ára á þriðjudaginn og viti menn: hún sagði að það þýddi ekkert að halda upp á afmæli í júlí, þá væru allt of margir út um hvippinn og hvappinn svo hún stakk af. Og hvert haldiði: út í Grímsey!!!! Norður fyrir heimskautsbaug!!
Þar eyddi hún deginum með sínum yndislega eiginmanni. En ég rétt vona að hún haldi almennilegt partý í ágúst og að þá verði allir komnir úr sumarfríi sem henni þykir skemmtilegir.
Hafið það alltaf sem best.
Og látið heyra í ykkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)