þriðjudagur, janúar 08, 2008
Flutt í sveitina.
Sunnudaginn 6. janúar 2008 lagði ég af stað með troðfullan jeppa af töskum og dóti og tveimur börnum.
Ferðinni heitið norður í Aðaldal í einni lotu. Veðurspáin gerði ráð fyrir alauðu og hlýindum.
Það stóðst nú ekki alveg og voru kaflar á leiðinni ansi leiðinlegir - bæði snjókoma og hálka. En um leið og ég beygði út Kinn var orðið mar-autt og hefur ekkert snjóað hérna.
Okkur líst voða vel á þessi nýju heimkynni og þótt við búum fyrstu dagana bara á gömlu heimavistinni, þá líður okkur vel.
Ég er búin að hitta næstum alla nemendur sem ég á að kenna í vetur, gera stundaskrá sem sennilega heldur lögun og skoða króka og kima í skólanum. Hér eru allir elskulegir og taka mjög vel á móti börnunum mínum, sem eflaust hefur kviðið smá fyrir þessum breytingum.
Í gær tókum við Gylfi rúnt og fórum í Torfunes, þar sem hann fær að vera með hestinn sinn þegar líður. Svo skruppum við til Húsavíkur að versla smá inn. Í gærkvöldi fórum við svo út í Ídali til að hitta Karlakórinn Hreim, en ég verð að spila með þeim í vetur.
Í dag eftir skóla keyrðum við til Akureyrar - skruppum í nokkrar búðir - keyrðum upp í Hlíðafjall - og fengum okkur að borða.
Þegar við komum aftur í Hafralæk fórum við í sund í okkar einkasundlaug !!! Þetta er bara snilld !!!
Hafið það gott þangað til næst.
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Gleðilegt nýtt ár !
Ef einhver þarna úti rekur inn nefið á þetta blogg, vil ég
segja við hann: Megi nýtt ár færa þér góða heilsu,
hamingju og velfarnað.
Ég hlakka til þeirra verkefna sem bíða mín á nýja árinu,
á nýja staðnum, í nýja skólanum og nýju kirkjunum.
Það er að segja: þetta verður allt nýtt fyrir mér :)
Kveðja.
segja við hann: Megi nýtt ár færa þér góða heilsu,
hamingju og velfarnað.
Ég hlakka til þeirra verkefna sem bíða mín á nýja árinu,
á nýja staðnum, í nýja skólanum og nýju kirkjunum.
Það er að segja: þetta verður allt nýtt fyrir mér :)
Kveðja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)