föstudagur, október 27, 2006

Fyrri tónleikarnir "KYRJUTVENNA" voru í gærkvöldi í salnum hjá FÍH.

Það komu rúmlega 100 manns að hlusta og stemmingin var rosa fín. Salurinn rómantískur, enda eingöngu lög um ástina á söngskránni. Stelpurnar okkar sætar og nutu sín alveg í söngnum. Þið sjáið innlifunina hjá þeim og Sibba alveg í fíling !
Langar til að þakka Halldóru Aradóttur fyrir píanóleikinn, hún er frábær stelpan !!!

Seinni tónleikar þessara Kyrjukóra verða í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn næsta sunnudagskvöld kl. 20:00. Ekki láta ykkur vanta!!!

sunnudagur, október 15, 2006

Sunnudagur til sælu :)

Voða, voða gott að eiga einn sunnudag frí :)

Það gerist kannski ekki aftur fyrr en eftir áramót !!!

Er í góðum gír, gaman að vera til og allt gengur vel.

Fór á tónleika hjá Hamrahlíðarkórnum í gær - þau syngja nú alltaf vel krakkarnir.
Prógramið næstum það sama og í fyrra, en allt í góðu með það.
Öll tónskáldin kölluð upp (ef þau voru stödd í kirkjunni - og það virtist Þorgerður vita) eftir að flutningi laga þeirra lauk.
Skrítin siður, hélt að þetta væri bara gert við frumflutning verka ?????

Verið hress og kát.

mánudagur, október 09, 2006

Enn ein vinnuvikan að byrja..... og hún verður brjáluð eins og alltaf.
Gott samt að byrja rólega..er í letikasti heima núna og vinnan byrjar með krakkakórsæfingu í Grafarvogskirkju kl 5 í dag.
Svo er það Þorlákshöfn í kvöld. Reyndar var ég þar í gær líka og Kvennakórinn Kyrjurnar hennar Sibbu voru líka með.

Fór í Borgarnes á laugardaginn í Landnámssetrið. Nokkrir kennarar úr Landakotsskóla borðuðu saman kvöldverð og sáu leiksýnginu um Egil Skallagrímssona. Hann Benedikt er alveg FRÁBÆR í þessu !!! Mæli með þessu.

Það var að koma inn um bréfalúguna nýtt eintak af The Chorister með þessari líka fínu mynd af Helen Kemp á forsíðu.
Hún er ennþá að þessi frábæra kona og nú ætlar hún að vera fyrirlesari á ráðstefnum Choristers Guild. Húrra - ég vona að ég haldi þessum dampi!!

Gangi okkur öllum vel :)

miðvikudagur, október 04, 2006

Ja hérna. Ég hlýt að vera latasti bloggarinn!!!

Nú er allt vetrarstarf komið á fulla ferð og ég líka!!
Þeytist á milli vinnustaða eins og raketta.
En á sæmilega rólega 3 morgna í viku.

Var á Patró um síðustu helgi að spila á fjáröflunarskemmtun. Spilaði dinner og svo skemmtiprógam með Davíð Ólafs og Stefáni Stefáns, en þeir kalla sig Íslensku óperudívurnar! Algjörir grallarar :)

Er að æfa árshátíðarprógöm með kór Húsasmiðjunnar og Álkórnum.
Svo er Kyrjukórinn að æfa fyrir Ástarkvöld. Kyrjurnar úr Reykjavík ætla að taka þátt í þeim tónleikum með okkur.
Og tónleikarnir verða tvennir, í FÍH-salnum fimmtudaginn 26.okt. og í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn sunnudaginn 29.okt.

Meira seinna :)