laugardagur, desember 30, 2006

Gleðilegt nyar !



Jólahátíðin fór friðsamlega fram á þessu heimili !
Öll börnin mín voru í mat á aðfangadagskvöld og auk þeirra var pabbi þeirra líka hér og einn vinur Sigga frá USA.




Mamman spilaði svo miðnæturmessu í Grafarvogskirkju og Guðmundur Óskar söng með Hamrahlíðarkórnum við miðnæturmessu í Dómkirkjunni.

Á jóladag var verið heima í náttfötunum langt fram á dag, en öllum var boðið í hangikjöt til mömmu og pabba kl 6.





Eftir hádegi á annan í jólum var svo skírnarmessa í Grafarvogi og börn úr öllum barnakórunum mættu til að syngja.
Þau eru bara yndisleg :) (þarf að eiga mynd af þeim!!)

Nú á að fara að leggja kalkúnann í pækil svo hann verði mjúkur og góður annað kvöld.
Þá á ég von á foreldrum mínum í mat í viðbót við heimilisfólkið mitt og vinkonu hans Sigga.
Þannig að það verður örugglega gaman á bænum.

Sendi öllum mínar bestu óskir um gleðilegt nýár !!

föstudagur, desember 22, 2006

Jolin nalgast !

Og ég hélt að eftir æfingu hjá unglingakórnum í dag væri frí fram á jólanótt.
En nei - hringir ekki Davíð Ólafs og biður mig að spila með þeim Stefáni í Kastljósinu á morgun :)
Segir maður nei? Ekki aldeilis !!!
Svo maður verður að setja á sig spariandlitið - fara í fínu fötin - og spila eins og engill :) :)

Jólatréð ekki ennþá komið á sinn stað á þessu heimili.
Allir svo rólegir þótt jólin séu að koma eftir korter.

Skrapp með yngstu börnin í Kringluna í kvöld - en keypti ekkert nema gullfallega (gyllta) spariskó á sjálfa mig :)

Vonandi verður veðrið skaplegra á morgun svo við getum tekið labb á Laugaveginum.

Skrifa aftur seinna.
Sæl að sinni.

föstudagur, desember 15, 2006

Ísland i bitið !

Jæja, þá er maður búinn að fara aftur í beina útsendingu á Stöð 2.

Þátturinn í morgun var sendur út að hluta til úr Grafarvogskirkju. Og ég og krakkakórinn vorum mætt "á settið" kl 6:45 !!!!
Krakkarnir sungu kl rúmlega hálf átta og voru rosa fín - held ég. Þau mættu nánast öll og sungu prýðilega - miðað við að vera farin að gala á undan hananum !!!
Svo var tekið pínulítið viðtal við mig og þrjá krakka úr kórnum.
Þetta var bara gaman :) :)

Svo á krakkakórinn að syngja í kirkjunni á sunnudaginn við messu.
Og á þriðjudaginn hefur kórinn verið beðinn að koma í eitt af fyrirtækjum borgarinnar til að skemmta starfsfólki :)
Og svo syngja þau við skírnarmessu á annan í jólum.

Já, það er vinna að vera í kirkjukór, þótt það sé bara barnakór !!!

Nýjasti kórinn, Kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, söng í fyrsta sinn fyrir áheyrendur í gær, fimmtudaginn 14. des.
Það var á fundi hjá starfsmannafélaginu. Borgarstjórinn átti nú að vera þarna - en hann hefur víst mikið að gera og þurfti að yfirgefa samkvæmið áður en kórinn söng. Synd - fyrir hann !!!! sko borgarstjórann :) Jú, og kórinn líka auðvitað.
En móttökurnar voru fínar og allir höfðu gaman af :)

Jólatónleikar fyrir nemendur Tónskólans Do Re Mí sem stunda námið í Landakotsskóla voru í dag kl. 5 og voru ágætir. Nema það vantaði svolítið af krökkum - eins og oft gerist.
Svo voru jólatónleikar í Domus Vox líka í dag. Það var voða skemmtilegt. Nemendur sungu einir og svo voru dúettar, tríó, kvartettar og litlir sönghópar. Fínir tónleikar hjá þeim. Ég spilaði undir í nokkrum atriðum.

Svo var Guðmundur Óskar að spila á tónleikum í kvöld í Tjarnarbíói með Hjaltalín. Þau voru ein af þremur hljómsveitum sem hituðu upp fyrir Benna Hemm Hemm og stóðu sig vitanlega vel :) :) En af því ég vaknaði svo snemma, þá fór ég nú heim eftir að Hjaltalín var búin að spila - sorry !!! Og Harpa Sól var með mér og hún var líka svo sybbin litla stýrið.
En það var gaman að hitta þarna Karen og Bjössa. En Rebekka var ein af þeim sem spiluðu með Hjaltalín :)

Á morgun ætla ég í vinnuna !!!! Skrítið???
Nei ég ætla að vera að vinna seinnipartinn í kirkjunni.
Vitiði af hverju? Það er vegna þess að
Oslo Gospel Choir er með tónleika í kirkjunni.

Svona er nú gott að vinna í Grafarvogskirkju - he he he ! ! ! !

Skrifa ykkur meira seinna.
Góða nótt - og Guð geymi ykkur.

sunnudagur, desember 03, 2006

Buin að sækja Danmörku heim.





Jæja, þá er maður búinn að koma einu sinni enn til Kaupmannahafnar. Hún er alltaf jafn yndisleg :)
En það var ansi mikið af fólki á labbinu - stundum of mikið !!!

Ég fékk að fara í skólann með Ingibjörgu á miðvikudaginn. Skólinn heitir Complete Vocal Institut og er í miðborginni.
Þar hitti ég marga söngvara sem voru að klára eins árs diplom í þessum söngfræðum.
Fékk að hlusta á kennslustund sem Hulda Björk var í hjá henni Sadolin - það var rosalega flott upplifun, að heyra hvernig röddin hennar gjörbreyttist við tilsögnina. Yfirtónarnir gjörsamlega flæddu af þvílíku offorsi að eyrun áttu fullt í fangi með að meðtaka.

Tónleikarnir um kvöldið voru hreinasta unun. Allir söngvararnir stóðu sig afbragðs vel. Og íslenskur vinur sem var með mér á tónleikunum hafði orð á því, hvernig 300þús. manna þjóð gæti átt svona marga frambærilega söngvara sem raun ber vitni.
Þessi sami vinur ætlar að fylgjast náið með þessum söngskóla og þeim sem þaðan koma !!!!

Ég bjó í voða krúttlegri íbúð úti á Amager. Þið getið séð hana á www.houseofcolors.dk - en ég er nú ekki á myndunum !!! he he

Á fimmtudaginn, þegar við Ingibjörg vorum búnar að ganga okku upp að öxlum, kom Guðlaug frænka mín og sótti okkur niður í bæ. Fór með okkur heim til þeirra, hennar og Svenna og þau gáfu okkur yndislegan mat með öllu tilheyrandi. Svo keyrði hún okkur aftur út á Amager í íbúðina.

Ingibjörg mín fór heim á föstudagsmorguninn en ég rölti áfram um Köben, kíkti á matsölustaði og búðir og aðeins á krárnar. Ég þurfti aðeins að byrgja mig upp fyrir kveðjustundina. En svo gekk það áfallalaust fyrir sig að kveðja Kaupmannahöfn með því sem tilheyrir henni :)


Flugið gekk vel - nóg pláss í vélinni þannig að ég hafði 3 sæti og gat lagst :) Yngstu börnin voru svo mætt á flugvöllinn með pabba sínum að sækja mig. Það er alltaf gott að koma heim :)

Svo tók vinnan við strax á laugardagsmorguninn með því að Brokkkórinn söng á jólafundi hjá Parkinson-samtökunum. Og seinnipartinn var æfing á helgileik í Grafarvogskirkju, sem fluttur var í messu í morgun og gekk rosa vel.
Svo er aðventukvöld í kvöld kl 20.00. Heyrði í útvarpinu í morgun að borgarstjórinn á að tala á tveimur stöðum í kvöld, hjá okkur og hjá Pálma í Bústaðakirkju. Mér finnst þetta pínu hallærislegt, að ræðumaður skuli ekki sitja út athöfnina sem hann er að tala á !!!! En þetta var eitthvað klúður með bókun - annar talaði við aðstoðarmann borgarstjóra, sem bókaði hann, en var svo ekki búinn að segja honum frá því, þegar borgarstjórinn bókaði sig á hinn staðinn !!!! Klúður !!!!

Jæja, vinir og aðrir.......eigið þið góða aðventu......við kertaljós og glögg :)

Kveðja til ykkar allra (sem kíkja hér inn!!!)