miðvikudagur, mars 19, 2008

Tónlistarverðlaunin.

Jæja, þá hafa tónlistarverðlaunin verið veitt fyrir árið 2007.

Guðmundur Óskar og vinir hans í Hjaltalín voru með flestar tilnefningarnar - en hlutu tvenn verðlaun. Högni sem söngvari ársins og hljómsveitin sem bjartasta vonin.

Siggi fékk verðlaunin fyrir Megasarplötuna - en hún var besta plata í flokki popptónlistar.

Hátíðin var mjög fín og gaman að Páll Óskar "átti kvöldið". Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaunin - gaman að því.

Nú - þótt ég sé í Reykjavík í "páskafríi" - þá er samt nóg að gera. Ég spila messu á RUV í fyrramálið og síðan tvær messur á páskadag. Já, og svo fermist Gylfi Björgvin á annan. Það verður vonandi bara gaman, þótt ég sé nú lítið byrjuð að undirbúa veislu. Ætli ég hristi hana ekki fram úr erminni svona eins og mér er einni lagið ?? haha.

Meira seinna.

Gleðilega páska !!!