sunnudagur, febrúar 16, 2014

Tími kominn til að endurvekja þetta blogg.Það er ekki normal að maður skuli láta undir hæl leggjast að blogga.  En þetta er allt Facebook að kenna .... sá tímaþjófur !!!  Það er nú samt þægilegt að fylgjast með sínum þar, hvort sem það eru skyldmennin eða vinirnir ... tja eða þeirra vinir og þeirra vinir.

En nú fannst mér tilefni til að blogga!

Í vetur var ég beðin um að skrifa stutta grein um það hvernig árið 2014 leggðist í mig. Þetta var til birtingar í blaði suður með sjó sem kallast Reykjanes. Þetta gerði ég auðvitað, eins og ég kunni að segja nei????  Ég hafði ekkert séð blaðið sem kom út 9. janúar, en fletti því upp á netinu.  Þarna eru nokkrir einstaklingar spurðir sömu spurningar og ég og hvað haldiði að hafi stungið mig við lesturinn?

Það eru allir á jákvæðu nótunum .... nema ÉG.  Hvort fólk sem býr fyrir sunnan er blint eða bara svona hrikalega jákvætt veit ég ekki, en ég tel mig sæmilega raunsæja og finnst ekkert bjart framundan.

Hérna eru fyrirsagnir og fyrsta setning hjá hinum sem beðnir voru um skrif:

 • Viljinn, við og venjurnar … Nýtt, spennandi ár framundan, óskrifað blað.
 • Spennandi tímar hjá HS Veitum … Í meginatriðum leggst árið vel í mig.
 • Tækifærin allt í kringum okkur …. Árið 2014 er spennandi og leggst vel í mig.
 • Áfram jákvæðni á árinu 2014 … Þegar klukkan læðist nær miðnætti og nýtt ár er alveg að ganga í garð, lætur maður huga reika til baka.
 • Bjartar horfur á nýbyrjuðu ári …. Ég lít á nýbyrjað ár með tilhlökkun og er sannfærður um að erfiðleikar sem fylgdu bankahruninu séu að baki og að framundan séu bjartari tímar.
 • Bara birta framundan … Árið 2014 leggst einstaklega vel í mig.
 • Við hjá SAR lítum þokkalega björtum augum á árið 2014 …. Það er að losna um verkefni sem hafa verið í bið og með útspili ríkisstjórnarinnar sem virðist ríkja þokkaleg sátt um, þá ættu hjólin að fara að snúast hraðar.
 • Möguleikarnir er miklir … Í upphafi árs er mér ofarlega í minni vinna föður míns síðustu árin við að skrástetja heimildir um ættfeður mína sem flestir voru sjósóknarar í marga ættliði, ættaðir af Suðurnesjunum.
 • Bjartsýn … Það er ekki hægt að ræða um nýja árið án þess að staldra aðeins við það sem á undan er gengið árið 2013.
 • Við höfum verk að vinna …. Árið 2014 leggst mjög vel í mig, ég er bjartsýn
 • Stendur best allra sveitarfélaga … Árið 2014 leggst bara ljómandi vel í mig.
Svo er hérna mitt svar: