Í dag rann upp sá dagur að öll börnin mín hafa nú sungið inn á geisladiska.
Siggi var upptökumaðurinn.
Og Gylfi og Harpa voru að syngja......
........í einu lagi á nýrri plötu Ljótu hálfvitanna.
Siggi hefur auðvitað sungið og spilað inná fleiri hljómdiska en ég hef tölu á.
Guðmundur hefur sömuleiðis sungið og spilað inn á nokkra, en ferillinn hófst þegar hann og Hreinn Gunnar sungu báðir ásamt fleiri krökkum inn á diskinn Hemmi og Rúnar syngja fyrir börnin (minnir mig að hann heiti).
Og nú hafa þau yngstu bæst í hóp söngvara í fjölskyldunni. Enda var haft á orði í studíóinu í dag að ég ætti að stofna svona Jackson five Íslands ......... hahaha Siggi tók ekki vel í þá hugmynd !!!!!
fimmtudagur, maí 24, 2007
Vel heppnað koramot.
Kóramótið 2007 var haldið í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn var.
Raddir Reykjavíkur - kór starfsmanna Reykjavíkurborgar hóf leikinn og var að syngja opinberlega eiginlega í fyrsta sinn. Kórinn stóð sig frábærlega vel. Júlíus Vífill Ingvarsson söng eitt einsöngslag með kórnum.
Brokkkórinn - kór hestamanna á Reykjavíkursvæðinu söng nokkur lög og það er sko kraftur í þeim, enda orðinn stór og öflugur hópur.
Krakkakór Grafarvogskirkju og Barnakór Landakotsskóla sungu saman nokkur lög og "slóu í gegn" eins og maðurinn sagði :)
Kyrjukórinn - kvennakór úr Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að vera ekki fjölmennur kór sungu þær alveg prýðilega.
Gestakór var Sönghópur Ingveldar Ýrar og hún sjálf söng einsöng.
Þegar allir hóparnir voru búnir að koma sér fyrir í lokin, taldist mér vera um það bil 115 manns á sviðinu. Og það var slatti af fólki að hlusta líka. Hljóðfæraleikarar voru Hjörtur Ingvi á píanó, Guðmundur Óskar á rafbassa og Magnús á slagverk.
Þetta er alltaf jafngaman fyrir kórfólkið mitt að hafa svona "hitting" á vorin og þessvegna er þessi uppákoma komin til að vera í vetrarstarfi mínu með skemmtilegu söngelsku fólki. Vonandi fjölgar bara frekar en fækkar í glæsihópnum mínum.
Raddir Reykjavíkur - kór starfsmanna Reykjavíkurborgar hóf leikinn og var að syngja opinberlega eiginlega í fyrsta sinn. Kórinn stóð sig frábærlega vel. Júlíus Vífill Ingvarsson söng eitt einsöngslag með kórnum.
Brokkkórinn - kór hestamanna á Reykjavíkursvæðinu söng nokkur lög og það er sko kraftur í þeim, enda orðinn stór og öflugur hópur.
Krakkakór Grafarvogskirkju og Barnakór Landakotsskóla sungu saman nokkur lög og "slóu í gegn" eins og maðurinn sagði :)
Kyrjukórinn - kvennakór úr Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að vera ekki fjölmennur kór sungu þær alveg prýðilega.
Gestakór var Sönghópur Ingveldar Ýrar og hún sjálf söng einsöng.
Þegar allir hóparnir voru búnir að koma sér fyrir í lokin, taldist mér vera um það bil 115 manns á sviðinu. Og það var slatti af fólki að hlusta líka. Hljóðfæraleikarar voru Hjörtur Ingvi á píanó, Guðmundur Óskar á rafbassa og Magnús á slagverk.
Þetta er alltaf jafngaman fyrir kórfólkið mitt að hafa svona "hitting" á vorin og þessvegna er þessi uppákoma komin til að vera í vetrarstarfi mínu með skemmtilegu söngelsku fólki. Vonandi fjölgar bara frekar en fækkar í glæsihópnum mínum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)