Já, í dag á elsku pabbi minn afmæli. Það voru nú engar kökur hjá honum, því þau gömlu hjónin eru í henni Ameríku. Þau eru reyndar lögð af stað heim og lenda í Keflavík í fyrramálið. Búin að vera í rúmar 3 vikur að heimsækja góða vini.
Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku pabbi :)
Ingibjörg vinkona var hjá mér í tvær nætur núna, en hún er flogin til Kaupmannahafnar til að klára námskeiðið sitt: Complete Vocal Tecnique. Og á miðvikudagskvöldið ætla ég á lokatónleikana og klappa mikið fyrir henni :) Ég sem sagt flýg út á þriðjudaginn um 4 leitið í eftirmiðdaginn. Það verður kærkomin tilbreyting svona rétt fyrir jólatraffikina.
Ég spilaði messu í dag í Víðistaðakirkju. Ekki voru nú margir kirkjugestirnir þar !!! En Siggi Skagfjörð söng og gerði það vel, eins og venjulega.
Í fyrrakvöld spilaði ég í Listasafni Reykjavíkur með Vox Femine í voða fínu matarboði hjá Háskólanum í Reykjavík.
Annars er búið að vera rólegt um helgina. Aðallega verið að sinna yngstu börnunum, fara með þau hingað og þangað.
Veit ekki hvort ég blogga meira fyrr en eftir Köben, svo ég segi bara: Hafið það sem allra best :)
sunnudagur, nóvember 26, 2006
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Vetrarriki !
Jæja, þá skall veturinn á okkur eina ferðina enn. Og kom öllum að órvörum, segja allavega þeir sem selja dekk!!!
Allt í einu varð brjálað að gera á dekkjaverkstæðum. En það er satt, hann kom örlítið snemma. Stundum hefur maður ekki séð snjókorn fyrr en undir jól.
Hvað um það! Á þriðjudaginn fer mín til Köben í nokkra daga. Ég frestaði vetrarfríinu mínu í skólanum og tek það út í næstu viku. Ingibjörg mín ætlar að syngja á tónleikum, ásamt fleirum sem hafa verið í viðbótarsöngnámi. Og maður verður að styðja sína menn (því konur eru líka menn!) Svo verður nú eitthvað kíkt í bæinn, Strikið strikað út og suður og skoðað (allavega) í búðarglugga.
Litlu krúttin mín í Krakkakór Grafarvogskirkju, sungu við hátíðarmessu í kirkjunni s.l. sunnudag. Og ég fékk ekkert smá góða dóma frá fólki !!! Gaman að fá hrós fyrir vinnuna sína (ja, og kannski hæfileika til að vinna með börnum) !!!
Litli kórinn í Landakotsskóla er líka búinn að koma fram. Í Kristskirkju þegar haldið var upp á 120 ára afmæli skólans. Þau sungu fyrir fullri kirkju og meira að segja borgarstjórann og menntamálaráðherra. Og stóðu sig vel þessar elskur :)
Mikil deyfð er yfir kórastarfi í Álverinu :( Ekkert vitað hvernig það fer, en einhverjir eru ekki á því að gefast upp. En þar verður allavega ekki sungið núna á aðventunni. Hestamannakórinn er hins vegar að æfa fullt af jólalögum, svo og Kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, en báðir þessir kórar hafa fengið gig í desember. Ein uppástunga hefur komið um nafn á kór borgarinnar: Raddir Reykjavíkur ! Hvað finnst ykkur?
Er að fara í Domus Vox núna í dag, að spila með ungum söngnemendum - voða skemmtilegt að fylgjast með þeim dafna.
Svo eru nokkur gig um helgina, m.a. með Gospelsystrum og að spila messu fyrir Úlrik í Víðistaðakirkju.
Svo fer ég að pakka niður fyrir Danmerkurferðina. Hvað ætli ég þurfi að hafa með mér?? Hvernig viðrar þar?
Já, þetta er gott í bili.
Hafið það sem allra best.
Hljómlistin lýsir því sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir. (V.Hugo).
Allt í einu varð brjálað að gera á dekkjaverkstæðum. En það er satt, hann kom örlítið snemma. Stundum hefur maður ekki séð snjókorn fyrr en undir jól.
Hvað um það! Á þriðjudaginn fer mín til Köben í nokkra daga. Ég frestaði vetrarfríinu mínu í skólanum og tek það út í næstu viku. Ingibjörg mín ætlar að syngja á tónleikum, ásamt fleirum sem hafa verið í viðbótarsöngnámi. Og maður verður að styðja sína menn (því konur eru líka menn!) Svo verður nú eitthvað kíkt í bæinn, Strikið strikað út og suður og skoðað (allavega) í búðarglugga.
Litlu krúttin mín í Krakkakór Grafarvogskirkju, sungu við hátíðarmessu í kirkjunni s.l. sunnudag. Og ég fékk ekkert smá góða dóma frá fólki !!! Gaman að fá hrós fyrir vinnuna sína (ja, og kannski hæfileika til að vinna með börnum) !!!
Litli kórinn í Landakotsskóla er líka búinn að koma fram. Í Kristskirkju þegar haldið var upp á 120 ára afmæli skólans. Þau sungu fyrir fullri kirkju og meira að segja borgarstjórann og menntamálaráðherra. Og stóðu sig vel þessar elskur :)
Mikil deyfð er yfir kórastarfi í Álverinu :( Ekkert vitað hvernig það fer, en einhverjir eru ekki á því að gefast upp. En þar verður allavega ekki sungið núna á aðventunni. Hestamannakórinn er hins vegar að æfa fullt af jólalögum, svo og Kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, en báðir þessir kórar hafa fengið gig í desember. Ein uppástunga hefur komið um nafn á kór borgarinnar: Raddir Reykjavíkur ! Hvað finnst ykkur?
Er að fara í Domus Vox núna í dag, að spila með ungum söngnemendum - voða skemmtilegt að fylgjast með þeim dafna.
Svo eru nokkur gig um helgina, m.a. með Gospelsystrum og að spila messu fyrir Úlrik í Víðistaðakirkju.
Svo fer ég að pakka niður fyrir Danmerkurferðina. Hvað ætli ég þurfi að hafa með mér?? Hvernig viðrar þar?
Já, þetta er gott í bili.
Hafið það sem allra best.
Hljómlistin lýsir því sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir. (V.Hugo).
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Góður dagur!
Já, verður hann það ekki barasta???
Allir dagar eru góðir !!!!
Alltaf nóg að gera, kenna, spila og stjórna kórum.
Næsta laugardag er árshátíð Álversins. Þar er nú andinn þreyttur skal ég segja ykkur. Uppsagnir og slæmur andi hefur orsakað það að gestir verða ekki nema rúmlega 100 í stað 500 eins og venjulega hefur verið. Þessi skrýtni andi innan fyrirtæksins hefur haft slæm áhrif á kórstarfið, svo nú lítur allt út fyrir að kórinn syngi í síðasta skipti á laugardaginn. Og vegna mannfæðar munu félagar úr Húsasmiðjukórnum syngja með!!! En við vonandi skemmtum okkur við að flytja þessa frábæru Bítlalagasyrpu.
Og Guðmundur Óskar og félagar hans úr Hjaltalín ætla að spila með kórnum !!! Gaman :)
Kór Starfsmanna Reykjavíkurborgar gengur ágætlega. Fólk hefur samt verið að koma og fara - en er það ekki bara eins og gengur? Það er búið að panta kórinn til að syngja í desember á jóla/afmælisfundi starfsmannafélagsins !!!
Brokkkórinn er í fullu fjöri!!! Æfðum jólalög í gær og það er líka búið að panta hann á jólafund 2.des. Og í gær fengum við tilkynningu um að búið væri að panta hann líka 3. mars á næsta ári (eða hún hélt að það væri örugglega 2007 !!!) svo þetta er nú ekki svo slæmt.
Kyrjukórinn syngur í kvöldmessu í Þorlákskirkju á sunnudaginn nokkur af lögunum sem þær voru með á tónleikunum um daginn. Ekkert er planað með jólasöngva þar austur frá - heldur bara byrja að leggja inn vorprógram. Það er mikill áhugi hjá þeim að fara að Mývatni í júní og syngja hjá Margréti sem er búin að fá Lynnel Joy Jenkins til að vera aðalstjórnanda kvennakóra þá helgi. Það verður gaman að hitta hana aftur :)
Barnakórarnir eru í stuði - eins og alltaf:) Krakkakórinn í Grafarvogskirkju telur orðið yfir 30 börn (einn strákur !!!) og þau eru voða skemmtileg. Sungu í fjölskyldumessu á sunnudaginn var og stóðu sig algjörlega með prýði þessir englar.
Í Landakotsskóla er lítill kór yngsu nemendanna og þau eiga að syngja á laugardaginn í Kristskirkju í tilefni af 110 ára afmæli skólans.
Jæja, þetta voru nú helstu fréttir - skrifa meira seinna!!!
Guð blessi ykkur öll sem nennið að lesa.
Já, verður hann það ekki barasta???
Allir dagar eru góðir !!!!
Alltaf nóg að gera, kenna, spila og stjórna kórum.
Næsta laugardag er árshátíð Álversins. Þar er nú andinn þreyttur skal ég segja ykkur. Uppsagnir og slæmur andi hefur orsakað það að gestir verða ekki nema rúmlega 100 í stað 500 eins og venjulega hefur verið. Þessi skrýtni andi innan fyrirtæksins hefur haft slæm áhrif á kórstarfið, svo nú lítur allt út fyrir að kórinn syngi í síðasta skipti á laugardaginn. Og vegna mannfæðar munu félagar úr Húsasmiðjukórnum syngja með!!! En við vonandi skemmtum okkur við að flytja þessa frábæru Bítlalagasyrpu.
Og Guðmundur Óskar og félagar hans úr Hjaltalín ætla að spila með kórnum !!! Gaman :)
Kór Starfsmanna Reykjavíkurborgar gengur ágætlega. Fólk hefur samt verið að koma og fara - en er það ekki bara eins og gengur? Það er búið að panta kórinn til að syngja í desember á jóla/afmælisfundi starfsmannafélagsins !!!
Brokkkórinn er í fullu fjöri!!! Æfðum jólalög í gær og það er líka búið að panta hann á jólafund 2.des. Og í gær fengum við tilkynningu um að búið væri að panta hann líka 3. mars á næsta ári (eða hún hélt að það væri örugglega 2007 !!!) svo þetta er nú ekki svo slæmt.
Kyrjukórinn syngur í kvöldmessu í Þorlákskirkju á sunnudaginn nokkur af lögunum sem þær voru með á tónleikunum um daginn. Ekkert er planað með jólasöngva þar austur frá - heldur bara byrja að leggja inn vorprógram. Það er mikill áhugi hjá þeim að fara að Mývatni í júní og syngja hjá Margréti sem er búin að fá Lynnel Joy Jenkins til að vera aðalstjórnanda kvennakóra þá helgi. Það verður gaman að hitta hana aftur :)
Barnakórarnir eru í stuði - eins og alltaf:) Krakkakórinn í Grafarvogskirkju telur orðið yfir 30 börn (einn strákur !!!) og þau eru voða skemmtileg. Sungu í fjölskyldumessu á sunnudaginn var og stóðu sig algjörlega með prýði þessir englar.
Í Landakotsskóla er lítill kór yngsu nemendanna og þau eiga að syngja á laugardaginn í Kristskirkju í tilefni af 110 ára afmæli skólans.
Jæja, þetta voru nú helstu fréttir - skrifa meira seinna!!!
Guð blessi ykkur öll sem nennið að lesa.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)