miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Góður dagur!

Já, verður hann það ekki barasta???

Allir dagar eru góðir !!!!
Alltaf nóg að gera, kenna, spila og stjórna kórum.
Næsta laugardag er árshátíð Álversins. Þar er nú andinn þreyttur skal ég segja ykkur. Uppsagnir og slæmur andi hefur orsakað það að gestir verða ekki nema rúmlega 100 í stað 500 eins og venjulega hefur verið. Þessi skrýtni andi innan fyrirtæksins hefur haft slæm áhrif á kórstarfið, svo nú lítur allt út fyrir að kórinn syngi í síðasta skipti á laugardaginn. Og vegna mannfæðar munu félagar úr Húsasmiðjukórnum syngja með!!! En við vonandi skemmtum okkur við að flytja þessa frábæru Bítlalagasyrpu.
Og Guðmundur Óskar og félagar hans úr Hjaltalín ætla að spila með kórnum !!! Gaman :)

Kór Starfsmanna Reykjavíkurborgar gengur ágætlega. Fólk hefur samt verið að koma og fara - en er það ekki bara eins og gengur? Það er búið að panta kórinn til að syngja í desember á jóla/afmælisfundi starfsmannafélagsins !!!

Brokkkórinn er í fullu fjöri!!! Æfðum jólalög í gær og það er líka búið að panta hann á jólafund 2.des. Og í gær fengum við tilkynningu um að búið væri að panta hann líka 3. mars á næsta ári (eða hún hélt að það væri örugglega 2007 !!!) svo þetta er nú ekki svo slæmt.

Kyrjukórinn syngur í kvöldmessu í Þorlákskirkju á sunnudaginn nokkur af lögunum sem þær voru með á tónleikunum um daginn. Ekkert er planað með jólasöngva þar austur frá - heldur bara byrja að leggja inn vorprógram. Það er mikill áhugi hjá þeim að fara að Mývatni í júní og syngja hjá Margréti sem er búin að fá Lynnel Joy Jenkins til að vera aðalstjórnanda kvennakóra þá helgi. Það verður gaman að hitta hana aftur :)

Barnakórarnir eru í stuði - eins og alltaf:) Krakkakórinn í Grafarvogskirkju telur orðið yfir 30 börn (einn strákur !!!) og þau eru voða skemmtileg. Sungu í fjölskyldumessu á sunnudaginn var og stóðu sig algjörlega með prýði þessir englar.
Í Landakotsskóla er lítill kór yngsu nemendanna og þau eiga að syngja á laugardaginn í Kristskirkju í tilefni af 110 ára afmæli skólans.

Jæja, þetta voru nú helstu fréttir - skrifa meira seinna!!!

Guð blessi ykkur öll sem nennið að lesa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, mér fannst ég vera að lesa mitt blogg á tímabilum... kórar hér kórar þar... þetta er mikið kórarí... hallelúja... sjáumst fyrr en síðar Gróa mín.

Syngibjörg sagði...

Drottinn minn sæll og glaður, hann verður ekki tekinn frá þér dugnaðurinn. Segi eins og Giovanna hallelúja.... kórar....
er sjálf með 4 hér í 3500 manna samfélagi.