þriðjudagur, október 16, 2007

TILBREYTING !!

Ætli nú sé ekki ástæða til að blogga.
Mín búin að ráða sig í stöðu skólastjóra frá 1. jan. í Hafralækjarskóla.
Sveitasælan ætti nú aldeilis að gera mér gott, haldiði það ekki.
Ætli ég fái ekki gamla háralitinn aftur, sléttari húð og ja, allavega yngist ég upp - hef trú á því.

En án gríns ! Ég ætla að búa í Aðaldalnum frá áramótum í eitt og hálft ár.
Tek yngstu börnin tvö með mér og nýt þess að kynnast þeim betur.
Ég fór norður fyrir skemmstu og leist vel á staðinn og skólann.

Skrifa meira seinna - er bara í gati :)

Hafið það gott.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Gróa mín, til hamingju. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Gróa mín!!! efast ekki um að þetta er það eina rétta fyrir þig að gera núna. Ég er viss um að börnin verða ánægð.
Heyrumst fljótlega, já og takk fyrir síðast.
KV:OÞ

Sara sagði...

Vá það eru heldur betur breytingar í vændum hjá ykkur :) Innilega til hamingju elsku frænka.

Kv. frá Stokkhólmi :)

Gróa sagði...

Gvöð hvað ég er fattlaus ........ man ekkert hver OÞ er :(:(

Syngibjörg sagði...

Gróa ertu orðin spinnegal??
OÞ er Oddný Þorsteinsdóttir.
Og gleymdu því aldrei!!!!! hehe.....

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessar breytingar. Knús í krús.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju, bara frábært.
Kv.Bryndís Baldvinsd.