þriðjudagur, janúar 08, 2008

Flutt í sveitina.


Sunnudaginn 6. janúar 2008 lagði ég af stað með troðfullan jeppa af töskum og dóti og tveimur börnum.
Ferðinni heitið norður í Aðaldal í einni lotu. Veðurspáin gerði ráð fyrir alauðu og hlýindum.
Það stóðst nú ekki alveg og voru kaflar á leiðinni ansi leiðinlegir - bæði snjókoma og hálka. En um leið og ég beygði út Kinn var orðið mar-autt og hefur ekkert snjóað hérna.
Okkur líst voða vel á þessi nýju heimkynni og þótt við búum fyrstu dagana bara á gömlu heimavistinni, þá líður okkur vel.

Ég er búin að hitta næstum alla nemendur sem ég á að kenna í vetur, gera stundaskrá sem sennilega heldur lögun og skoða króka og kima í skólanum. Hér eru allir elskulegir og taka mjög vel á móti börnunum mínum, sem eflaust hefur kviðið smá fyrir þessum breytingum.

Í gær tókum við Gylfi rúnt og fórum í Torfunes, þar sem hann fær að vera með hestinn sinn þegar líður. Svo skruppum við til Húsavíkur að versla smá inn. Í gærkvöldi fórum við svo út í Ídali til að hitta Karlakórinn Hreim, en ég verð að spila með þeim í vetur.

Í dag eftir skóla keyrðum við til Akureyrar - skruppum í nokkrar búðir - keyrðum upp í Hlíðafjall - og fengum okkur að borða.
Þegar við komum aftur í Hafralæk fórum við í sund í okkar einkasundlaug !!! Þetta er bara snilld !!!

Hafið það gott þangað til næst.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh, gott að allt hefur gengið vel og þannig helst það. Kveðja í sveitina mín kæra. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð og gleðilegt ár!
Gaman að fá að fylgjast áfram með þér í gegnum internetið kæra vinkona. Gangi ykkur allt í haginn á nýjum slóðum.
Kveðja úr Þorlákshöfn

Syngibjörg sagði...

elsku vinkona, þetta er nú gaman er það ekki? og lífið er gott, ekki satt? Hafðu það sem allra allra best - skilaðu kveðju til fólksins á Grenjaðarstað:O)

Nafnlaus sagði...

Heyrðu mig mín kæra, er ekki "doldið" langur tími liðinn.?Ég vil vita hvernig gengur og allt það. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Elsku Gróa mín. Til hamingju með þetta allt og gleðilegt ár og allt það. Hvernig gengur núna það er jú mánuður síðan þú skrifaðir þetta, gaman væri að fá að fylgjast með nú og svo er bara að renna norður þegar snjóa leysir, er ekki nóg pláss?!? Láttu vita af þér ef þú verður á ferðinni, gaman væri að hitta þig. Hvað segja krakkarnir eru þau ánægð? Ég bið ofsalega vel að heilsa þeim og vona að þið hafið það áfram gott og séuð ánægð?
Kveðja,
Oddný