þriðjudagur, apríl 07, 2009

Páskafrí

Hvernig nýti ég páskafríið?

Dagur 1: Þvoði hauga af fötum, handklæðum og rúmfötum.
Dagur 2: Þvoði meira, vann í heimasíðunum, skipulagði tímana marimbanámskeiðinu.
Dagur 3: Keyra til Akureyrar svo börnin geti farið í Fjallið, fór á fund með Ástu og Adrien að klára skipulagninguna á marimbanámskeiðinu. Æfing með "Garðari Hólm" um kvöldið sat svo langt fram á nótt við að reikna út skiptingu kostnaðar við rekstur tónlistarskólans á sveitarfélögin sem koma að honum.
Dagur 4: Held áfram að vinna við heimasíðurnar, svara pósti og kíki á facebook. Baka köku fyrir fjáröflunar-kökubasar hjá fimleikadeildinni á Húsavík. Pakka niður með börnunum sem fara suður á morgun. Svo er kirkjukórsæfing í kvöld.
Dagur 5: Keyri börnin til Akureyrar í flug. Sendi kökuna til Húsavíkur. Vinn áfram í heimasíðunum. Fer í matarboð með strákunum í "Garðari Hólm". Þar verður sennilega sungið!

Meira seinna.

Engin ummæli: