Við Harpa Sól og Gylfi Björgvin munum búa í húsinu hans Hreins Gunnars, en hann fór til Danmerkur til að vinna við járningar á íslenskum hestum í landi Margrétar Þórhildar (held samt að hún sjálf eigi ekki íslenska hesta....)
Sæti hundurinn okkar, hann Bassi, býr auðvitað líka hjá okkur. Hann er ættaður frá Mánárbakka á Tjörnesi og er algjör gullmoli.
Ég fékk stöðu organista í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkjum :) og æfi svo líka kór borgarstarfsmanna og af og til líka Brokkkórinn.
Svo stendur til að búa til unglingakór við Hveragerðiskirkju .... vonandi gengur það vel :)
Stóru strákarnir eru nátt'lega að gera frábæra hluti í tónlistinni - eins og alþjóð veit og mömmuhjartað er stolt og glatt fyrir þeirra hönd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli