Borðedik oft kallað glært edik er lífrænt þ.e. þynnt ediksýra. Algjört töfraefni sem hægt er að nota til ýmissa verka.-
- Edik virkar vel sem klósetthreinsir – settu bolla af ediki að kvöldi til í klósettskálina og láttu ligga yfir nótt. Burstaðu svo vel og sturtaðu svo niður að morgni og klósettið verður skínandi hreint.
- Gott ráð er að þvo ull uppúr ediki. Ullarþvotturinn verður mýkri og fallegri.
- Edik er gott í baðvatnið þitt, það róar niður þreytta húð og virkar líka mýkjandi. Tilvalið að setja hálfan bolla út í baðvatnið. Ekki gleyma að bæta ilmolíu við vatnið til að losna við edik lyktina. – Edik virkar líka mjög hreinsandi á baðkarið.
- Blandaðu saman vatni og ediki til helminga og settu í bursta til að þrífa saltrákir af skóm.
- Edik er mjög gott í skúringar, setjið einn tappa af ediki út í skúringavatnið og gólfið verður glansandi fínt.
- Blandaðu borðediki við vatn og stjúktu innan úr skáp með vondri lykt,
- Blandið vatni og ediki,1 hluti edik ámóti 10 af vatni í blómaúðabrúsa og úðið á gler og spegla. Þurrkið vel og strjúkið yfir með gömlum krumpuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa.
- Ef þvottur lætur lit er gott að leggja hann í bleyti í vatn með ediki , 4 msk af ediki í 5 l vatni. Látið liggja í ca ½ klst. Skolað og þvegið á venjubundin máta. Eins má setja dálítið af ediki í þvottavélina í stað þvottaefnis til að flík haldi betur lit sínum.
- Vond lykt í íbúðinni. Setjið borðedik í skál og látið standa á eða nálægt ofni.
- Ef vond lykt er af skurðarbrettum er gott að skrúbba þau upp úr ediki og skola vel.
- Kaffivélar má þvo með því að láta edik í stað vatns í vélina og láta hana ganga. Endurtekið tvisvar með vatni til að eyða edikslyktinni.
- Ef vond lykt er úr ískápnum er gott ráð að þvo hann upp úr ediksvatni og skola vel á eftir. Einnig er gott að setja smá edik í skál og inní ískáp það minnkar ísskápalyktina.
- Þegar eldaður er lyktsterkur matur eins og t.d. skata er gott að vinda viskustykki uppúr ediki og leggja yfir pottlokið og vel út fyrir brúnir þess. Gæta samt vel að það snerti ekki eldavélahelluna.
- Kattahlandslykt hverfur ef úðað er á blettinn ediksblönduðu vatn (1 hluti á móti 5).
- Þrif á flísum og sturtuklefum. Góð aðferð við þrif á fúgum milli flísa er að nota blöndu af ediki, lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Borið á og látið standa jafnvel í nokkra klukkutíma, skolað vel og þurrkað á eftir.
- Edik er fitulosandi, dregur úr matarlist og slær á gigt. Tvær matskeiðar af ediki út í glas af vatni. Drekkið nokkur glös á dag.
- Edik er gott við hálsbólgu. Teskeið af borðediki út í vatnsglas, nokkrum sinnum á dag.
- Edik er fínasta hárnæring og gefur hárinu fallegan gljáa. Berið í hárið og látið standa í 10 mínútur og skolið svo vel úr.
- Edik vinnur á flösu og leiðréttir sýrustig hársins. Nuddið hársvörðinn á hverjum degi upp úr ediki, árangurinn kemur í ljós á örfáum dögum.
- Edik er sérlega gott út í skolvatnið þegar nælonsokkabuxur eru þvegnar, þannig endast þær lengur.
- Edik er mjög gott út í skolvatnið þegar ný handklæði eru þvegin. Ló losnar og handklæðin verða síður vatnsfráhrindandi.
- Edik er gott við svitalykt í fötum. Nuddið flíkina upp úr edikblöndu (edik og vatn til helminga) og látið bíða í ca. 15 mínútur áður en fatnaðurinn er settur í þvottavélina.
- Edik er gott til að ná klór- og lauklykt af fingrum. Nuddið fingurna og bíðið í stutta stund.
- Edik er mjög gott til að ná vondri lykt úr híbýlum. Sjóðið edik og vatn saman eða látið malla í dágóða stund á hellunni. Vonda lyktin fer og edik lyktin eyðist mjög fljótlega.
- Edik er tilvalið hreinsiefni til að ná fitu og mjög gott til þess að þrífa fiskabúr.
- Eplaedik og vatn til helminga er frískandi andlitsúði.
- Edik slær á kláða, sé það borið á húðina. Þá sérstaklega eplaedik.
- Edik er gott við kælingu á sólbruna sem og á flugnabit.
- Edik er tilvalið til að mýkja upp harða málningarpensla. Sjóðið penslana upp úr vatni og ediki og þeir verða eins og nýir.
- Edik er tilvalið til að losna við grunna ryðbletti, t.d. á reiðhjólum, nuddið þá með ediki og álpappír.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli