Það verður að segjast eins og er að ég er ekki duglegur bloggari.....það er svo margt annað sem ég þarf að gera. Núna eru ekki nema rúmir tveir sólarhringar þar til ég flýg í fríið - til Búlgaríu með litlu krílin mín í farteskinu. Og þó að ég hlakki voða til að sjá þetta land og læra um þess siði og venjur, þá kvíði ég líka dálítið fyrir þremur vikum með grísina litlu.
Ég fór á tónleika í dag í Hallgrímskirkju. Rosalega voru þeir fínir. Kórinn er náttúrlega bara samansafn af gífurlega færu tónlistarfólki. Og þau stóðu sig sannarlega vel.
Ég var líka á tónleikum í þessari sömu kirkju á Listahátíð og hvað haldiði að ég hafi hlustað á þá: Angelites, Búlgarska kvennakórinn - og VVVÁÁÁÁ hvað það var gaman. Það eru nokkur ár síðan ég skrifaði Listahátíð bréf og benti þeim á að fá þennan kór og núna upplifði ég að hlusta á þær "life" ÆÐI.
Sama kvöld hlustaði ég á Miriam Makeba í Laugardalshöllinni. Hún er frábær kona, en mér þóttu strákarnir í hljómsveitinni ekki alveg passa í myndina sem ég vildi sjá og heyra, þ.e. afrikan músík. Þeir voru voða ameríkan jazzaðir. Mér hefði þótt betra að þeir kæmu nánast beint út úr frumskóginum.
Vona að allir hafi það gott.
Þangað til næst: loveja all.
3 ummæli:
Gaman að heyra í þér í dag Gróa mín.
Góða ferð, hlakka til að heyra í þér þegar þú ert búin að upplifa Búlgaríu.
Kv.
Oddný
Og svo skrifa um Búlgaríu, bíð spennt......
Here are some latest links to sites where I found some information: http://indexmachine.info/2386.html or http://google-index.info/2764.html
Skrifa ummæli