fimmtudagur, júlí 13, 2006

Gvööööð hvað það á við mig að vera í sumarfríi......Ég nenni engu!!!!!
Búin að vera 3 vikur í Búlgaríu með yngstu börnin og þegar heim kom sendi ég þau til pabbans í einhverjar vikur. Veit ekkert hvenær hann fær nóg af þeim og sendir þau til baka.
Búlgaría var æðisleg, gott veður, ágætis matur og ódýr, nóg af litlum búðum, veitingastöðum og rosalega fín strönd með fullt af "activiteti" bæði fyrir börn og fullorðna. Synd að hugsa til þess að starx á næsta ári muni verðlag hækka til jafns við t.d. Spán og Ítalíu, þar sem allt rauk upp með evrunni.
En sem sagt er ég mest í leti þessa dagana nema á sunnudögum þá spila ég fyrir Hörð kl 11 í Grafarvogi og fyrir Úlrik kl 20 í Viðistaðakirkju.
Það leiðinlegasta sem ég er að standa í er, að konan sem keypti húsið í Hjallaselinu neitar að borga mér síðustu milljónina og segir að ég hafi haldið frá henni hinum og þessum göllum í húsinu. Þannig að núna eru skoðunarmenn að meta þetta sem hún kvartar yfir og það fyndnasta er að allir þessir "gallar" hafa verið sýnilegir alveg frá því að ég keypti húsið. Ég hafði ekkert gert til að reyna að fela þá og hún (sem er menntuð fasteignasali) átti náttúrlega að sjá þetta allt við skoðun á húsinu. Þannig að nú er málið komið í þann farveg að þetta fer inn í dómssal með haustinu eða Guð veit hvenær.
Lóa (Valgerður) vinkona varð 50 ára á þriðjudaginn og viti menn: hún sagði að það þýddi ekkert að halda upp á afmæli í júlí, þá væru allt of margir út um hvippinn og hvappinn svo hún stakk af. Og hvert haldiði: út í Grímsey!!!! Norður fyrir heimskautsbaug!!
Þar eyddi hún deginum með sínum yndislega eiginmanni. En ég rétt vona að hún haldi almennilegt partý í ágúst og að þá verði allir komnir úr sumarfríi sem henni þykir skemmtilegir.
Hafið það alltaf sem best.
Og látið heyra í ykkur.

4 ummæli:

magtot sagði...

Guð hvað það er gaman að sjá þig aftur. Velkomin heim.

Syngibjörg sagði...

Esskan, er hér líka, Bloggið komið í lag jíbbíjæjei.

Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

Nafnlaus sagði...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»