föstudagur, október 27, 2006

Fyrri tónleikarnir "KYRJUTVENNA" voru í gærkvöldi í salnum hjá FÍH.

Það komu rúmlega 100 manns að hlusta og stemmingin var rosa fín. Salurinn rómantískur, enda eingöngu lög um ástina á söngskránni. Stelpurnar okkar sætar og nutu sín alveg í söngnum. Þið sjáið innlifunina hjá þeim og Sibba alveg í fíling !
Langar til að þakka Halldóru Aradóttur fyrir píanóleikinn, hún er frábær stelpan !!!

Seinni tónleikar þessara Kyrjukóra verða í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn næsta sunnudagskvöld kl. 20:00. Ekki láta ykkur vanta!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Gróan mín.
Æi ég vildi að ég hefði vitað af þessum tónleikum en ég er alltaf svo þreytt síðan ég fór að kenna að ég skríð uppí rúm þegar tækifæri gefst og er sofnuð áður en ég hef hitt á koddann!!!
Við verðum nú eiginlega að fara að hittast eða a.m.k. að heyrast.
KV:OÞ

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi náttúrulega að láta í ljós hvað þessar myndir eru æðislegar!!

Syngibjörg sagði...

Frábærar myndir og innlifunin leynir sé ekki.Enda sungið um ástina.