Maður þarf nú að fara að skammast sín fyrir pennaletina.
En fyrst ætla ég að óska öllum mikillar gleði allt komandi ár.
Megi allar góðar vættir vera með ykkur öllum.
Nú er allt tónlistarstarf komið á rétt ról eftir jólin.
Kórarnir farnir að æfa á fullu. Stefnan sett hjá sumum
að syngja á þorrablótum - en annars bara hugað
að "kóramóti Gróu-kóranna" í vor.
Vonandi verður það í Reykjavík - hugsanlega
í Ráðhúsinu bara :)
Hreinn Gunnar ákvað að fara ekki í skóla á vorönninni.
Hann er komin með hestadellu núna. Nú vinnur hann til
kl 6 á daginn og fer svo í hesthúsið og kemur heim milli
kl 10 og 11 á kvöldin. Hann er búinn að kaupa sér
hnakk og hest (eða meri) og er að vinna með vini sínum
að tamningum á hrossum. Þeir hafa heshús og reiðskemmu
á leigu í Mosfellsbæ. Hann er glaður með þetta þessi elska.
Guðmundur veit ekki ennþá hvort honum tekst að
ljúka stúdentsprófinu í vor. Hann á einhverjar leifar
eftir í nokkrum áföngum - og þarf að taka þær
í öldung eða utanskóla. Við bíðum og sjáum til :)
Þetta eru hlestu fréttir í bili.
Meira seinna (kannski ???)
Hafið það sem allra best.
1 ummæli:
Það er nú ekki tíðindalaust þarna á flókatóninu. Og Hfreinn Gunnar er sem sagt komin með hestfýluna í hús? ooooofussum svei oooooofussumsvei...
Skrifa ummæli