Jæja, kannski ég drattist í að skrifa.
Mamma mín átti afmælii á föstudaginn 9. febrúar og varð 70 ára.
Hún bauð öllum sem vildu koma í kaffi í gær, laugardag og var
sjálf búin að baka þvílíkt mikið af rjómatertum og marenstertum.
Svo gerðum við Sirrý mágkona eitthvað smávegis og hjálpuðum
til við að skreyta brauðtertur. Þetta heppnaðist mjög vel og var
voða gaman að hitta ættingja og vini hennar mömmu.
Eignast vonandi myndir fjótlega :)
Siggi minn er að fara til USA núna á eftir. Hann ætlar til New Orleans
að heimsækja vin sinn og þeir verða á tónlistarhátíð þar um næstu helgi.
Hann verður úti í 4 vikur - og við komum fjúgandi heim saman 11. mars.
Ég fer til Miami 5.mars á ráðstefnu kórstjórnenda í Bandaríkjunum ACDA.
Hef farið nokkrum sinnum á þessa ráðstefnu, síðast í Los Angeles fyrir
tveimur árum. Þarna heyrir maður í mörgum frábærum kórum,
hittir kórstjóra og les mikið af nýrri/nýlega útgefinni tónlist.
Magnað að ég skuli vera eini íslenski kórstjórinn sem fer
á þessar ráðstefnur !!! Hver vill koma með mér ????? hehe.
Fyrsta árið mitt á sextugsaldrinum er að verða búið.
Dagurinn er 17.febrúar - og þetta árið verður honum eytt
norður á Akureyri í rólegheitum.
Hafið það alltaf gott :) og njótið lífsins - eins og ég - hehe :):)
2 ummæli:
Já þú ert letibloggari mín kæra.
En til hamingju með mömmuna þína.
Og hafðu það gott á agureyri
Til hamingju með afmælið í fyrradag ;) Er að fara að kíkja á spænska lagið.
Skrifa ummæli