þriðjudagur, apríl 03, 2007

Kuba - Kuba - Kubabanana !!!!






Vitið þið að Kúba er bara æðisleg !!! ???
Lentum í Kef kl 5 í morgun eftir 9 daga ferðalag.
Það var rosalega gaman, forvitnilegt að skoða allt þarna.
Ferðin var skipulögð fyrir tónlistarskólakennara en það var bara tvennt sem hópurinn gerði saman. Annað var að fara á æfingu hjá Fílharmoníuhljómsveit Havanaborgar og hitt var heimsókn á skólaskrifstofu allrar listkennslu og heimsókn í einn af tónlistarskólum í borginni. Í þeim skóla eru nemendur frá 7 - 14 ára og eru þeir teknir inn eftir inntökupróf. Áður hafa öll börn fengið tónlistarkennslu í leikskólum og yngri bekkjum grunnskólanna a.m.k. einn tíma á DAG. Þessir tónlistarskólar sem hafa inntökupróf eru mjög prófessional en þau börn sem ekki komast inn geta sótt annarskonar skóla í sínu hverfi svokallað Musichouse. Í þessari heimsókn fengum við að heyra tónfund!!!! nokkrir nemendur léku þarna af mikilli snilld fyrir okkur. Þetta sýndi sennilega getu bestu nemendanna - en ég hefði sko verið til í að sjá yngri nemendur líka og ekki síst fara í kennslustund !! Tónleikunum lauk með kórsöng - en allir nemendur syngja í kór líka - og stjórnandinn var 14 ára stúlka - alveg frábær :) :)

Þegar við vorum á æfingunni hjá Fílharmoníunni kom fram að þau voru að æfa fyrir opnunartónleika America Cantat sem vera áttu á föstudagskvöldið. Ég spurði hvort við mættum koma á tónleikana og var það fúslega veitt. Við fórum samt bara tvær, ég og Auður söngkona. Eftir tónleikana hitti ég konu og spurði hana út í þetta festival og hún gaf mér upp nafn á ráðstefnuhúsi þar sem allt færi í gang næsta morgun kl 9. Ég náttúrlega lét ekki segja mér það tvisvar, heldur tók leigubíl þangað um morguninn og skráði mig á þetta kóramót !!!!! Fór inn í marga sali þar sem verið var að æfa allskonar músík og krækti mér í nótur !!!

Þarna voru kórar víða að frá Suður-Ameríku, en líka voru kórar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi og Sviss. Á einum tónliekunum sem ég fór á, sá ég íslenskt lag á prógraminu hjá þessum kór frá Sviss. Þegar þau komu fram voru tónleikarnir orðnir ansi langir og kórstjórinn ákvað að stytta prógramið og stiklaði yfir nokkur lög - þar á meðal það íslenska !!! :( :(
Tvö seinustu lögin voru gospellög og fólk klappaði rosalega vel - þá sagði stjórinn: Ég ætla að róa ykkur niður og við syngjum hérna lag frá Íslandi !!!! Og svo byrjuðu stúlkurnar...........Heyr, himnasmiður... og þær gerðu þetta voða vel :) :)

Ég heyrði líka í einum Dönskum kór sem var alveg ágætur - en hitt voru allt kórar þarna frá löndum suður-ameríku.

Það sem við gerðum annað, var að fara í skoðunarferð um gömlu Havanaborg sem var mjög fróðlegt, svo fórum við í jeppa-safarí sem var rosalega gaman. Þar synti ég í vatni sem var inni í helli - alveg rosalega tært og sást vel hve djúpt það var á köflum. Svo sigldum við upp á og fórum þar á Jetsky með miklu fjöri og miklum hraða.

Á eftir að hlaða inn myndum :) kemur seinna.

Mæli með Kúbu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Gróa og velkomin heim...rosalega hitti ég vel á að kíkja á síðuna þína. Gott að það var svona gaman hjá þér á Kúbu :) Hlakka til að komast aftur á æfingar og svo auðvitað Skóga ;)
Kv. Þóra kyrja

Nafnlaus sagði...

Já, Gróa mín, mjög velkomin heim. Eins og ég hef sagt við þig, ,,þú ert engin venjuleg Gróa", sei, sei, nei. Á meðan þær venjulegu fara á eina tónlistarráðstefnu til fjarlægs lands í einu þá ferð þú, snillinn þinn, á tvær sitt í hvoru landinu en komst samt heim á milli.
Er að fara að halda fyrirlestur í kvöld um tónlist með ungum börnum. Ég ætla sannarlega að vitna í þig um tónlistarnám Cububarnanna, þar sem þú segir frá heimsókn þinni í einn af tónlistarskólum Havanaborgar. Þú segir: ,,Í þeim skóla eru nemendur frá 7 - 14 ára og eru þeir teknir inn eftir inntökupróf. Áður hafa öll börn fengið tónlistarkennslu í leikskólum og yngri bekkjum grunnskólanna a.m.k. EINN TÍMA Á DAG. Þessir tónlistarskólar sem hafa inntökupróf eru mjög prófessional en þau börn sem ekki komast inn geta sótt annarskonar skóla í sínu hverfi svokallað Musichouse". Allir þekkja myndarlegan tónlistarbúskap á Cupu. Þetta vekur mann til umhugsunar um áherslur okkar hér á Íslandi varðandi tónlistarnám og -uppeldi barnanna okkar. Skiptir máli hvort ítt sé undir tónlistarlegt næmi ungra barnanna? Skiptir máli hvort börnin fái að nema og vinna með tónlist í leik- og grunnskólanámi sínu? Svarið er auðvitað jú, enda marg vísindalega sannað að efling tónlistarþroska barna hefur jákvæð áhrif á alhliða þroska þeirra, hvort heldur líkamlegan eða andlegan.
Hvað gerir kerfið okkar í þessum efnum, hver er forgangsröðin?
Já Gróa mín, svona er að vera tær snilli eins og þú ert enda fékkst þú super tónlistaruppeldi, svo mikið er víst - foreldrar þínir voru sannarlega velvakandi um áhrifin og ávinninginn. Já og nú sérð þú þetta sama gerast hjá þínum barnaskara.
Ég segi bara, ,,Gróa mín, farðu á þing, þér yrði ekki skotaskuld úr því að bæta enn einni rós í hnappagatið þitt,þér og okkur hinun til heilla. ;)))
Heyri í þér, Valgerður Anna.

Syngibjörg sagði...

FLottar myndir og ég sé að þú og Siggi hafið skemmt ykkur MJÖG vel.
Og einhvernveginn kemur það manni á óvart að á Kúbu skuli þeir vera svona framarlega í tónlistarkennlsu. Alveg til fyrir myndar.