fimmtudagur, maí 24, 2007

Áfangi

Í dag rann upp sá dagur að öll börnin mín hafa nú sungið inn á geisladiska.



Siggi var upptökumaðurinn.


Og Gylfi og Harpa voru að syngja......


........í einu lagi á nýrri plötu Ljótu hálfvitanna.


Siggi hefur auðvitað sungið og spilað inná fleiri hljómdiska en ég hef tölu á.
Guðmundur hefur sömuleiðis sungið og spilað inn á nokkra, en ferillinn hófst þegar hann og Hreinn Gunnar sungu báðir ásamt fleiri krökkum inn á diskinn Hemmi og Rúnar syngja fyrir börnin (minnir mig að hann heiti).
Og nú hafa þau yngstu bæst í hóp söngvara í fjölskyldunni. Enda var haft á orði í studíóinu í dag að ég ætti að stofna svona Jackson five Íslands ......... hahaha Siggi tók ekki vel í þá hugmynd !!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið áttu flink börn.

Magnþóra