Mér ber víst að skrifa eitthvað þar sem Syngibjörg klukkaði mig :)
En þar sem ég er sérlega "straigth forward" persóna held ég að allir viti allt um mig.
Og hafi ég einhverntímann gert eitthvað af mér, þá þori ég ekki að segja frá því kominn á þennan aldur.
Þó fær orðið klukk mig til að minnast þess hvað klukkan í stofunni hjá ömmu gaf frá sér falleg hljóð á heila og hálfa tímanum. Og ég finn lykt af ömmumat þegar ég hugsa um klukkuna slá 7 högg og kallinn í útvarpinu sagði: Í fréttum er þetta helst !
Núna rennur líka upp minningin um það þegar ég fékk bíladellu. 16 ára keyrði ég fyrst bíl og það kveikti eldinn. Á kvöldin þegar pabbi var sofnaður, stalst ég á rúntinn á bílnum hans !!!! Var ekki nöppuð af löggunni - en pabbi komst að þessu og setti í brýrnar og hafði lyklana hjá sér í náttborðinu eftir þetta.
Mig langaði að spila í popphljómsveit ! Skildi aldrei neitt í því að fleiri selpur væru ekki áfjáðar í svoleiðis. Nei - í Bítlabænum voru bara strákahljómsveitir þangað til fyrir fáum árum að Kolrassa Krókríðandi braut blaðið. Ég var þá orðin of gömul !!!!
1 ummæli:
Mig hefur líka alltaf langað að vera í hljómsveit. Stefni enn á að verða söngkona í einni slíkri þegar ég verð stór.
Skrifa ummæli