fimmtudagur, júlí 19, 2007

Sumar-annir !

Mestu annir í sumar hafa verið þær að liggja í sólbaði - nýta alla yndislegu sólardagana til fulls.

En í Júní vorum við mæðgur í tvær vikur á Ítalíu. Harpa Sól er kórfélagi í Stúlknakór Reykjavíkur og hennar kór var í viku æfingar/og söngferð. Staðurinn sem við vorum á heitir Marina di Massa og er á vesturströndinni rétt fyrir norðan Piza.

Piza sóttum við heim einn daginn.



Kórinn söng tónleika í Flórens.



Og einnig við messu í dómkirkjunni í Massa.



En svo spókuðum við okkur á ströndinni og nutum lífsins.



Tókum þátt í kvennahlaupinu, fórum í siglingu norður með ströndinni og sáum "Þorpin fimm" sem komin eru á heimsmynjaskrá UNESKO.

Ferðin var rosalega skemmtileg í alla staði, ferðafélagarnir náttúrlega frábærir og mikið fjör alla daga.

Engin ummæli: