sunnudagur, ágúst 19, 2007

Menningarnottin

Þvílíkt dýrðarveður alltaf á menningarnótt.



Sönghópur Ingveldar Ýrar söng fyrir utan Söngskólann í Reykjavík eins og margir aðrir kórar.
En hélt líka tónleika í Fríkirkjunni. Þeir voru mjög fínir og afar vel sóttir. Á því miður ekki mynd :(



Siggi minn var að spila með Megasi á Klambratúninu um kvöldið. Og þeir voru mjög flottir.




Ein mynd af Gylfa Björgvini sem er að verða 13 ára eftir nokkra daga og á að fermast í vor.



Nennti ekki að labba niður að sjó til að sjá flugeldasýninguna heldur stóð hér úti á blettinum mínum og sá rétt í toppinn á stærstu flugeldunum.
Magnað hvað getur dottið í mann einhver leti - og einmannakennd á svona dögum.
Ég er pínu tóm eftir túrinn til Berlínar og alla upplifunina þar.

Syngibjörg var í bænum, en við eitthvað öðruvísi stemmdar en í fyrra og eitthvað annað að hugsa.
Hún flaug til Köben í skólann sinn í morgun. Vona að allt gangi vel hjá henni.

Meira seinna.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka,
Siggi flottur með Megasi. Mér leist vel á Berlínarferðina hjá þér, við fórum þangað í fyrra keyrðum héðan frá DK. Í Berlín fengum við svona hjólataxa hjóla með okkur um allt og segja okkur frá, ferlega sniðugt.
Bið að heilsa familíunni.
kveðja frá Horsens
Friðrik og co

Nafnlaus sagði...

Kíkti inn. Langt síðan við höfum sést. Kær kveðja Guðlaug Hestnes

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Sæl Gróa. Ekki veit ég hvort þú manst eftir mér en ég heiti Svanfríður og kenndi tónmennt heima á Íslandi. Og úr því að ég sé nafn Guðlaugar þá bæti ég því við að við erum mæðgur.
Fróðlegur pistillinn um Þýskalandsheimsóknina og úr því þú minntist á Wannasee bygginguna þá langaði mig að benda þér á, ef þú hefur ekki nú þegar séð myndina, að leigja hana, en hún er byggð á eina handritinu sem fannst eftir þennan sögulega fund þegar æðstu menn nasistanna ákváðu hvernig áhrifaríkast væri að drepa alla óæskilega stofna...nú líður mér eins og bjána því ég get ekki munað nafnið á myndinni en ef þú hefur áhuga þá skal ég komast að því og láta þig vita.
Kærar kveðjur, Svanfríður

Gróa sagði...

Takk fyrir innlitið - og kveðjurnar.
Friðrik: Ég skal skila kveðjunni og bið að heilsa þínum.
Guðlaug: Mikið er gaman að fá kveðju frá þér. Sendu mér nú tölvupóst og segðu mér meira af þér.
groahreins@gmail.com
Svanfríður: Jú, ég man eftir þér - en vissi ekki að ÞÚ værir ameríkufari. Ég vil endilega vita meira um þessa mynd - það var áhrifaríkt að skoða uppsetta sýningu í Wannsee villunni.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Blessuð aftur.
Hér er slóðin http://hem.passagen.se/lmw/conspiracy.html á myndina CONSPIRACY.
Myndin er, að mér finnst, stórkostleg. Þetta tímabil er eitt af mínum stærstu áhugamálum og hef ég séð margar kvikmyndir sem fjalla um þessa tíma en það sem gerir þessa mynd góða er hvað hún er köld, blátt áfram, eins og þessir böðlar Hitlers voru.
Ég mæli eindregið með henni. Ef þú horfir á hana, endilega láttu mig vita hvað þér fannst.
Góðar kveðjur, Svanfríður.