mánudagur, september 29, 2008

Sumarið búið !

Meira að segja hér í dásemdarríkinu er orðið haustlegt. Það var í fyrsta sinn s.l. miðvikudag að það var kalt að koma út að morgni. Fram að þessu hafa börnin ekki verið í utanyfirflíkum en núna kemur Harpa Sól inn eftir hálftíma og er rjóð í kinnum af kuldanum.


Enda góðu vön í sumar - bæði hér á landi og svo fórum við í frí til Flórída og Bahama. Þar var aldeilis hlýtt og gott :)










Við heimsóttum Disney garðana í Orlando og Universal Studeos, gistum á flottum íbúðarhótelum.





Það er margt skemmtilegt hægt að gera í skemmtigörðunum, krökkunum þótti skemmtilegast að fara í rússíbana og "skvettubáta" en í þeim varð maður hundblautur !!!




Ströndin á Bahama er alveg frábær - stórar öldur og æðislegt fjör í sjónum.





Skipið sem við fórum með, var nú ekki stórt eða flott ..... en til Bahama fórum við og nutum þess.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greinilega frábært sumar! Ertu ekkert á ferðinni???
KV:Oddný

Nafnlaus sagði...

Heyrðu mín kæra, er þetta ekki einum of mikil leti í bloggheimum? Kærust kveðja. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Sæl Gróa

Mig langar að þakka fyrir tónleikana í Njarðvíkurkirkju í gær. Þeir voru frábærir, yndisleg fjölskylda sem þú átt.

Bestu kveðjur,
Sara Dögg Gylfadóttir