þriðjudagur, júlí 25, 2006

Rosalega er maður latur að blogga - úfffff!!!!

Nú eru næstum 4 vikur síðan við komum heim frá Búlgaríu. Þar höfðum við það rosalega gott, nutum sólarinnar og alls sem staðurinn hafði upp á að bjóða alveg í botn. Við löbbuðum helling þarna um allt svæðið, lékum okkur á ströndinni, busluðum í sundlauginni við hótelið (sem var mjög gott hótel) eða fórum í vatnagarð sem var stutt frá hótelinu.
Fórum einn daginn í Jeppa-safari, einn daginn til Varna - bara til að labba um miðbæinn og skoða í búðir. Þar á götu hittum við hana Gerði Bolladóttur og elstu dóttur hennar!!
Svo fórum við til Istanbul! Það var nú meiri upplifunin. Keyrt var í rútu, sem fyrir utan okkur og eina íslenska fjölskyldu var full af Rússum. Keyrslan tók heilt kvöld og heila nótt. Komið var á hótel kl. 06:00. Borðaður morgunmatur, farið í skoðunarferð um borgina og meira að segja skroppið til ASÍU, því borgin stendur (sú eina í heimi) í tveimur heimsálfum, aftur á hótel í hádegismat og svo lögðum við okkur í 2-3 tíma. Svo var farið í Tyrkneskt bað - algjört æði! Um kvöldið var skemmtistaður fyrir valinu með þjóðlegum skemmtiatriðum og ágætis mat.
Morguninn eftir var frjáls og þá fórum við á BAZAR sem er eldgamalt yfirbyggt markaðstorg. Þar röltum við um langa lengi, en tókst samt ekki að sjá allt. Svo var farin bátsferð um Bosborus-sundið - matur á hóteli og svo keyrt aftur til Búlgaríu um nóttina.
Maður á vonandi eftir að koma aftur til Istanbul!

Já, þetta er nóg í bili - hlakka til að fá comment frá ykkur.

Bless í bili og vonandi fer sólin að láta sjá sig.

5 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Gaman að lesa nýja færslu, hahahha.
Kem bráðum í borgina og hitti þig vonandi þá.
Knús og kram

Nafnlaus sagði...

Hæ Gróa mín. Gaman að heyra ferðasögu. Nú langar mig ennþá meira að fara til Búlgaríu. Er alltaf á leiðinni að heyra í þér en síðustu vikur hafa ekki verið neitt venjulegar og ég ekki orkað neitt nema að hugsa um mína nánustu. Mamma er búin að vera svo veik en er nú loksins komin inná spítala og fer í aðgerð á morgun, vonandi ekki alvarlegt en miklar kvalir.
Gaman væri að hittast bráðlega í sólskálanum!
kveðja, já og sjáumst í Skálholti!

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»