Hvað er þetta með sólina?
Er hún í sumarfríi eða?
Ég sakna hennar innilega!
En eins og maðurinn sagði: Enginn er verri þótt hann vökni.
Það er þó ólíkt skemmtilegra að vökna að innan af góðu víni í góðra manna og kvenna hópi t.d. úti á palli í sumar-kvöldsól. En því er nú ekki að heilsa þessa dagana. Maður nennir ekki einu sinni að grilla í þessu.
Og bráðum tekur streðið við. Strax eftir verslunarmannahelgi er raunar vetrarstarfið hafið, því þá fer maður að sækja námskeið. Ég hlakka óskaplega til að fara í Skálholt 8.-10.ágúst. Það er alltaf gaman á námskeiðum í Skálholti - þar líður manni svo vel og er í hópi skemmtilegasta fólks á landinu:)
Meira seinna.
LUVJA.
3 ummæli:
Hæ aftur, var að kommentera á síðustu færslu, en vil bara minna á að ég er alveg til í að vökva "minn innri mann"!!! Eigum við bara ekki fara að láta verða af því.
Heyrumst!
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
Great site lots of usefull infomation here.
»
Skrifa ummæli