Og ég hélt að eftir æfingu hjá unglingakórnum í dag væri frí fram á jólanótt.
En nei - hringir ekki Davíð Ólafs og biður mig að spila með þeim Stefáni í Kastljósinu á morgun :)
Segir maður nei? Ekki aldeilis !!!
Svo maður verður að setja á sig spariandlitið - fara í fínu fötin - og spila eins og engill :) :)
Jólatréð ekki ennþá komið á sinn stað á þessu heimili.
Allir svo rólegir þótt jólin séu að koma eftir korter.
Skrapp með yngstu börnin í Kringluna í kvöld - en keypti ekkert nema gullfallega (gyllta) spariskó á sjálfa mig :)
Vonandi verður veðrið skaplegra á morgun svo við getum tekið labb á Laugaveginum.
Skrifa aftur seinna.
Sæl að sinni.
1 ummæli:
Fannst þú flott og þeir smá fyndnir. Davíð dansaði óborganlegan jólasveinamagadans.
Gleðileg jól elsku Gróa mín og takk fyrir allt á liðnu ári.
Hittumst heilar á því nýja:O)
Skrifa ummæli