sunnudagur, desember 03, 2006

Buin að sækja Danmörku heim.

Jæja, þá er maður búinn að koma einu sinni enn til Kaupmannahafnar. Hún er alltaf jafn yndisleg :)
En það var ansi mikið af fólki á labbinu - stundum of mikið !!!

Ég fékk að fara í skólann með Ingibjörgu á miðvikudaginn. Skólinn heitir Complete Vocal Institut og er í miðborginni.
Þar hitti ég marga söngvara sem voru að klára eins árs diplom í þessum söngfræðum.
Fékk að hlusta á kennslustund sem Hulda Björk var í hjá henni Sadolin - það var rosalega flott upplifun, að heyra hvernig röddin hennar gjörbreyttist við tilsögnina. Yfirtónarnir gjörsamlega flæddu af þvílíku offorsi að eyrun áttu fullt í fangi með að meðtaka.

Tónleikarnir um kvöldið voru hreinasta unun. Allir söngvararnir stóðu sig afbragðs vel. Og íslenskur vinur sem var með mér á tónleikunum hafði orð á því, hvernig 300þús. manna þjóð gæti átt svona marga frambærilega söngvara sem raun ber vitni.
Þessi sami vinur ætlar að fylgjast náið með þessum söngskóla og þeim sem þaðan koma !!!!

Ég bjó í voða krúttlegri íbúð úti á Amager. Þið getið séð hana á www.houseofcolors.dk - en ég er nú ekki á myndunum !!! he he

Á fimmtudaginn, þegar við Ingibjörg vorum búnar að ganga okku upp að öxlum, kom Guðlaug frænka mín og sótti okkur niður í bæ. Fór með okkur heim til þeirra, hennar og Svenna og þau gáfu okkur yndislegan mat með öllu tilheyrandi. Svo keyrði hún okkur aftur út á Amager í íbúðina.

Ingibjörg mín fór heim á föstudagsmorguninn en ég rölti áfram um Köben, kíkti á matsölustaði og búðir og aðeins á krárnar. Ég þurfti aðeins að byrgja mig upp fyrir kveðjustundina. En svo gekk það áfallalaust fyrir sig að kveðja Kaupmannahöfn með því sem tilheyrir henni :)


Flugið gekk vel - nóg pláss í vélinni þannig að ég hafði 3 sæti og gat lagst :) Yngstu börnin voru svo mætt á flugvöllinn með pabba sínum að sækja mig. Það er alltaf gott að koma heim :)

Svo tók vinnan við strax á laugardagsmorguninn með því að Brokkkórinn söng á jólafundi hjá Parkinson-samtökunum. Og seinnipartinn var æfing á helgileik í Grafarvogskirkju, sem fluttur var í messu í morgun og gekk rosa vel.
Svo er aðventukvöld í kvöld kl 20.00. Heyrði í útvarpinu í morgun að borgarstjórinn á að tala á tveimur stöðum í kvöld, hjá okkur og hjá Pálma í Bústaðakirkju. Mér finnst þetta pínu hallærislegt, að ræðumaður skuli ekki sitja út athöfnina sem hann er að tala á !!!! En þetta var eitthvað klúður með bókun - annar talaði við aðstoðarmann borgarstjóra, sem bókaði hann, en var svo ekki búinn að segja honum frá því, þegar borgarstjórinn bókaði sig á hinn staðinn !!!! Klúður !!!!

Jæja, vinir og aðrir.......eigið þið góða aðventu......við kertaljós og glögg :)

Kveðja til ykkar allra (sem kíkja hér inn!!!)

5 ummæli:

Guðlaug sagði...

Takk fyrir síðast, elsku Gróa frænka! Það var æði að fá ykkur í heimsókn :)

Sara sagði...

Hæ elsku frænka.

Gaman að sjá myndir frá Köben og enn skemmtilegra að þú gast hitt Guðlaugu og Svenna :)

Gróa sagði...

Þakka ykkur fyrir kveðjurnar elsku sætu stelpurnar mínar :) Það var rosalega gaman að koma til ykkar Guðlaug mín og skilaðu kveðju til Svenna :)
Sara mín: kysstu alla stóru fjölskylduna þína frá mér :) Love you all.

Nafnlaus sagði...

Kíkti hér inn, og hvað sé ég? Gróa Hreinsdóttir, kær kveðja úr Hornafirði. Guðlaug Hestnes.

Gróa sagði...

Elsku Guðlaug Hestnes!!! Mikið er gaman að fá kveðju frá þér. Hvernig í ósköpunum fórstu að því að finna mig hérna????? Ert þú sjálf með blogg??? Eða e-mail?? Sendu mér.......:) :) bestu kveðjur til þín og þinna :)