föstudagur, desember 15, 2006

Ísland i bitið !

Jæja, þá er maður búinn að fara aftur í beina útsendingu á Stöð 2.

Þátturinn í morgun var sendur út að hluta til úr Grafarvogskirkju. Og ég og krakkakórinn vorum mætt "á settið" kl 6:45 !!!!
Krakkarnir sungu kl rúmlega hálf átta og voru rosa fín - held ég. Þau mættu nánast öll og sungu prýðilega - miðað við að vera farin að gala á undan hananum !!!
Svo var tekið pínulítið viðtal við mig og þrjá krakka úr kórnum.
Þetta var bara gaman :) :)

Svo á krakkakórinn að syngja í kirkjunni á sunnudaginn við messu.
Og á þriðjudaginn hefur kórinn verið beðinn að koma í eitt af fyrirtækjum borgarinnar til að skemmta starfsfólki :)
Og svo syngja þau við skírnarmessu á annan í jólum.

Já, það er vinna að vera í kirkjukór, þótt það sé bara barnakór !!!

Nýjasti kórinn, Kór starfsmanna Reykjavíkurborgar, söng í fyrsta sinn fyrir áheyrendur í gær, fimmtudaginn 14. des.
Það var á fundi hjá starfsmannafélaginu. Borgarstjórinn átti nú að vera þarna - en hann hefur víst mikið að gera og þurfti að yfirgefa samkvæmið áður en kórinn söng. Synd - fyrir hann !!!! sko borgarstjórann :) Jú, og kórinn líka auðvitað.
En móttökurnar voru fínar og allir höfðu gaman af :)

Jólatónleikar fyrir nemendur Tónskólans Do Re Mí sem stunda námið í Landakotsskóla voru í dag kl. 5 og voru ágætir. Nema það vantaði svolítið af krökkum - eins og oft gerist.
Svo voru jólatónleikar í Domus Vox líka í dag. Það var voða skemmtilegt. Nemendur sungu einir og svo voru dúettar, tríó, kvartettar og litlir sönghópar. Fínir tónleikar hjá þeim. Ég spilaði undir í nokkrum atriðum.

Svo var Guðmundur Óskar að spila á tónleikum í kvöld í Tjarnarbíói með Hjaltalín. Þau voru ein af þremur hljómsveitum sem hituðu upp fyrir Benna Hemm Hemm og stóðu sig vitanlega vel :) :) En af því ég vaknaði svo snemma, þá fór ég nú heim eftir að Hjaltalín var búin að spila - sorry !!! Og Harpa Sól var með mér og hún var líka svo sybbin litla stýrið.
En það var gaman að hitta þarna Karen og Bjössa. En Rebekka var ein af þeim sem spiluðu með Hjaltalín :)

Á morgun ætla ég í vinnuna !!!! Skrítið???
Nei ég ætla að vera að vinna seinnipartinn í kirkjunni.
Vitiði af hverju? Það er vegna þess að
Oslo Gospel Choir er með tónleika í kirkjunni.

Svona er nú gott að vinna í Grafarvogskirkju - he he he ! ! ! !

Skrifa ykkur meira seinna.
Góða nótt - og Guð geymi ykkur.

2 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Gvuð hvað það er gaman að lesa hvað þetta gengur vel- átti nú ekki von á öðru. Knús og kram.
Finnst verst að hafa ekki séð þíg á stöð tvöööööö....

Nafnlaus sagði...

Hæ Gróan mín, mikið var gaman að kíkja á ykkur áðan!!! þessi börn eru svo mikil krútt og sönggleðin skein svo úr andlitunum - bara frábært!!! Brynjólfur gekk rosa vel en nú hef ég líka lokið mínum störfum þar til annað er komið á hreint!

Vildi að ég hefði séð ykkur í Ísl. í bítið - þetta er þá í annað sinn sem Krakkakór Grafarvogskirkju kemur fram þar, það eru ca. 3 ár síðan það var síðast, enda líka flottust!!!
Sjáumst kannski á morgun.
KV:OÞ