miðvikudagur, október 04, 2006

Ja hérna. Ég hlýt að vera latasti bloggarinn!!!

Nú er allt vetrarstarf komið á fulla ferð og ég líka!!
Þeytist á milli vinnustaða eins og raketta.
En á sæmilega rólega 3 morgna í viku.

Var á Patró um síðustu helgi að spila á fjáröflunarskemmtun. Spilaði dinner og svo skemmtiprógam með Davíð Ólafs og Stefáni Stefáns, en þeir kalla sig Íslensku óperudívurnar! Algjörir grallarar :)

Er að æfa árshátíðarprógöm með kór Húsasmiðjunnar og Álkórnum.
Svo er Kyrjukórinn að æfa fyrir Ástarkvöld. Kyrjurnar úr Reykjavík ætla að taka þátt í þeim tónleikum með okkur.
Og tónleikarnir verða tvennir, í FÍH-salnum fimmtudaginn 26.okt. og í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn sunnudaginn 29.okt.

Meira seinna :)

2 ummæli:

Helgi sagði...

Ekki vissum við að þú værir með blogg! Ha! Skemmtilegt, inn með myndir og stuð.

Kveðja frá Stokkhólmi.

Helgi, Sara og allir krakkarnir.

Syngibjörg sagði...

Attlaf doltið mikið að gera , ha??