sunnudagur, október 15, 2006

Sunnudagur til sælu :)

Voða, voða gott að eiga einn sunnudag frí :)

Það gerist kannski ekki aftur fyrr en eftir áramót !!!

Er í góðum gír, gaman að vera til og allt gengur vel.

Fór á tónleika hjá Hamrahlíðarkórnum í gær - þau syngja nú alltaf vel krakkarnir.
Prógramið næstum það sama og í fyrra, en allt í góðu með það.
Öll tónskáldin kölluð upp (ef þau voru stödd í kirkjunni - og það virtist Þorgerður vita) eftir að flutningi laga þeirra lauk.
Skrítin siður, hélt að þetta væri bara gert við frumflutning verka ?????

Verið hress og kát.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Talaði við frumburðinn í gær og hann nefndi enga tónleika. Svo les ég þetta á síðum annara. Hann er nú ekki mikill fréttamaður sonur minn. usususu, og mamma ekki til að koma og hlusta.snööökt.