Enn ein vinnuvikan að byrja..... og hún verður brjáluð eins og alltaf.
Gott samt að byrja rólega..er í letikasti heima núna og vinnan byrjar með krakkakórsæfingu í Grafarvogskirkju kl 5 í dag.
Svo er það Þorlákshöfn í kvöld. Reyndar var ég þar í gær líka og Kvennakórinn Kyrjurnar hennar Sibbu voru líka með.
Fór í Borgarnes á laugardaginn í Landnámssetrið. Nokkrir kennarar úr Landakotsskóla borðuðu saman kvöldverð og sáu leiksýnginu um Egil Skallagrímssona. Hann Benedikt er alveg FRÁBÆR í þessu !!! Mæli með þessu.
Það var að koma inn um bréfalúguna nýtt eintak af The Chorister með þessari líka fínu mynd af Helen Kemp á forsíðu.
Hún er ennþá að þessi frábæra kona og nú ætlar hún að vera fyrirlesari á ráðstefnum Choristers Guild. Húrra - ég vona að ég haldi þessum dampi!!
Gangi okkur öllum vel :)
1 ummæli:
Sá einmitt umfjöllun um þetta setur í sjónbartinu í gær. Er ótrúlega spennandi og ætti maður nú að hunskast til að stoppa þarna næst þegar maður á leið þarna framhjá, það gerist nú ekki svo sjaldan.
Ekki tapa gleðinni:O)
Skrifa ummæli