Já, haldiði ekki að ég sé komin til Miami í Flórída í fyrsta sinn á ævinni og það alein !!!
Hér hefst mikil ráðstefna bandarískra kórstjóra strax í fyrramálið kl 8 með tónleikum.
Svo verða næstu fjórir dagar þannig - kórtónleikar, lestrartímar og fyrirlestrar allan daginn
langt fram á kvöld.
Mér líst voða vel á staðinn hérna - sól og fólk almennt strandfataklætt.
Það er frekar óþægilegt að fá ekki herbergið sitt strax þegar maður kemur.
Ég er bara í ferðafötum - og fæ ekki herbergið fyrr en um 4 leitið.
Svo ég er búin að labba hérna fram og aftur (síðan rétt fyrir hádegi).
Finna ráðstefnuhöllina þar sem ég á að mæta í fyrramálið og kíkja í nokkrar búðir :)
En nú hlýtur herbergið að fara að verða tilbúið, svo ég ætla að hætta núna.
Þið fáið fleiri fréttir seinna :)
Bæ bæ.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli