fimmtudagur, mars 08, 2007
Dagur 1 a ACDA
Jæja, þá er fyrsti dagur ráðstefnunnar komin að kveldi.
Ég labbaði í Miami Beach Convention Center klukkan rúmlega 7 í morgun.
Þaðan voru rútur yfir á meginlandið - í Carnival Center og fyrstu tónleikar ráðstefnunnar hófust kl 8.
Nánari dagskrá seinna - en þetta var alveg frábært.
Svo voru rútur til baka og dagskráin hélt áfram - opnað var inn í sölu/sýningabásana og svo var farið að hlusta á umræður t.d. um svokallaða Comunity choirs - hvernig hægt er að halda þeim gangandi. Og vitiði hvað? það er sama vandamálið hér og heima - "hvar eru karlmennirnir ??"
Svo tók bara eitt við af öðru - nema ég náði nokkrum mínútum úti í sólinni í hádeginu :) unaðslega hlýtt og notalegt :)
Margir kóranna voru hreint frábærir en uppúr stendur að fá loksins að sjá og heyra Swingle Singers sem ég hef dáð í mörg ár.
Seinustu tónleikarnir í dag (hjá mér) hófust kl 6. Það voru nokkrir alþjóðlegir kórar, t.d. Filipiskur kór héðan frá Bandaríkjunum, Ungdómskór frá Indónesíu, Drengjakór frá Afríku og lítill blandaður kór (16manns) frá Svíþjóð.
Eftir þessa tónleika fór ég á labbið - enda dagurinn búinn hjá mínu "liði" svo ég gekk fram á skemmtilega göngugötu, fann eplabúð (og keypti i-pod) settist og fékk mér að borða og hvern haldiði að ég hafi séð þar? John Jacobson - manninn sem á America Sings! festivalið sem ég fór á í Washington 1999. Ég náttúrlega fór og heilsaði honum og hann kynnti mig fyrir fólkinu sem hann var með, en þau eru frá Hal Leonard útgáfufyrirtækinu. Hann bað mig að kíkja við í básnum þeirra og fá heimilisfangið hans (ég ætla að senda honum cd með stúlknakórnum !!).
Jæja, svo gekk ég heim á hótel í rólegheitunum - mikið hlýtt og gott úti og yndislegt að rölta hérna um.
Nú er kominn háttatími (þó fyrr hafi verið - myndi amma hafa sagt) svo ég skrifa meira á morgun.
Læt fylgja með nokkrar myndir.
BÆ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli